Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 31
L o ð i r h e i m u r i n n s a m a n á t á k n u m ? TMM 2018 · 1 31 biður hún um leyfi til að kynna frænku sína sem þjáist af krabbameini fyrir barninu (252). Þegar samband Arnljóts og barnsins styrkist fara þau að tala saman. Flóra er smábarn sem er rétt að byrja að tileinka sér tungumálið en þegar móðir hennar mannerfðafræðingurinn dregur saman fræði sín í eitt orð á eftir- farandi samtal sér stað: – Deoxýríbóasakjarnsýra, segir hún og brosir til okkar. – De-ó, segir barnið þokkalega skýrt og stendur upp í fanginu á mér. – Já, við förum í kirkju á eftir, segi ég við dóttur mína. – Af hverju segirðu það? spyr móðir barnsins og horfir skringilega á okkur til skiptis. – Þetta er eins konar latína og þýðir guð, segi ég til útskýringar. Dóttir okkar talar sjálft móðurtungumálið. (233) Latína er ekki móðurmál barnsins og raunar er latína ekki móðurmál neins í samtímanum, nema kirkjunnar. Latína er þess vegna í einhverjum skilningi tungumál Föðurins með stórum staf og í Afleggjaranum er hún líka tungu- mál föðurins með litlum staf, Arnljótur er kallaður latínuséníið af gömlum skólasystkinum sínum, enda latínudúx úr menntaskóla. Hin óvænta latínu- kunnátta Flóru er þannig enn ein tenging hennar við guðdóminn og enn ein vísbending þess að hún sé í einhverjum skilningi Kristsgervingur eða jafnvel Jesús Kristur endurfæddur í nútímanum. Í Ör er einnig vísað beint í Biblíuna og raunar fleiri trúarrit. Þegar hjónaband Jónasar er á síðustu metrunum og þau hjónin hætt að „eiga nóttina sameigin- lega“ (65) hefst hann handa við að lesa Biblíuna, Kórarinn og Veda-ljóðin sem tala til hans hvert með sínum hætti. Þegar eiginkona hans biður hann, í eina skiptið, um að lesa fyrir sig úr þessum ritum ber hann niður þar sem hann er staddur í Jobsbók, vers sem enda á: „Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég þangað aftur fara.“ (65) Viðbrögðin eru eins og við má búast, Guðrún þakkar fyrir hálfbrostinni röddu og Jónas hugsar: „Ef ég hefði verið staddur í Ljóðaljóðunum og lesið, brjóst þín eru eins og vínber þá væri ég hugsanlega enn kvæntur maður.“ (65) Fæðingar eru Jónasi raunar hugleiknar, fæðing dóttur hans og hans eigin fæðing koma báðar við sögu en eftirminnilegasta fæðing sögunnar kemur fyrir í draumi Guðrúnar Vatnalilju dóttur hans, sem segir honum frá því að hana hafi dreymt að hún hafi verið að fæða sveinbarn með „extra stórt höfuð“: – Málið var hins vegar að sveinbarnið varst þú. – Hver þá? – Barnið í draumnum. Ég var að fæða minn eigin föður. Ég reyni mitt besta. – Gæti það þýtt ný áform?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.