Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 40
J ó n K a l m a n S t e fá n s s o n
40 TMM 2018 · 1
„Þetta líf er undarlegt fyllirí. Ætli fari ekki að renna af mér? Skyldi ég fá
timburmenni …“ skrifar hinn átján ára Ari til sautján ára Jóhönnu, hann
nýbúinn að fá uppsagnarbréfið frá henni. Trúlofun slitin. „Fyrst var ég“,
skrifar hann „að hugsa um að arka út á götu og gráta, en þegar til kom nennti
ég því ekki. Svo datt mér í hug að hengja mig, en það þorði ég ekki. Ég veit
ekki ennþá hvað ég á að gera. Hvað finnst þér?“
Hvað finnst þér – „ég sakna aðeins þín“.
Skáldskapur sprettur af lífinu. Og úr tilfinningum, vitund og óvissu
skálds ins. Sprettur þaðan, en verður á endanum, ef vel tekst til, mun stærri
en skáldið sjálft. Stærri og meiri en allt það sem skáldið hefur lifað, sem það
hefur upplifað – og hann verður að minnsta kosti jafnstór og lífið.
Þú spyrð mig um skáldskap, hvaðan allt sprettur. Það skiptir ekki máli.
Það sem skiptir máli, og allt snýst um, er magnið í skáldskapnum, óvissan,
það sem við skynjum í honum en finnum samt aldrei. Það er það sem allt
snýst um.
Uppsprettan?
Kannski má jafnvel fullyrða að hún búi ævinlega í óvissunni.
Og ég sakna aðeins þín.