Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 48
K r i s t í n G u ð r ú n J ó n s d ó t t i r 48 TMM 2018 · 1 orðið að hugmynd; eins konar holdgervingi goðsagnarinnar myrku. Borgin sé eins og gildra sem heimamenn hafa komið sér upp til að verjast yfirgengi- legum túrisma. Þessi tilbúningur skopstælir væntingar ferðamannsins og snýr öllu á hvolf. Annar rithöfundur sem hefur skrifað töluvert um borgina er Rafa Saa- vedra (1967–2013). Verk hans eru óvenjuleg; yfirleitt skrifar hann stutta texta á talmáli, blandar ensku og spænsku og sparar ekki grófyrðin. Í smásögunni „Tijuana para principiantes (bonus track)“ (Tijuana fyrir byrjendur (bonus track)) frá 1997: segir hann: „My city er ekki bara gata full af heimskulegum Könum að upplifa eilíft vor og indíánum að selja pappírsblóm, röndóttum ösnum og farandsölum með stútfullar töskur af skrani […] svölum fullum af motherfuckers sem drekka poppers og kyssa gólfið í leit að mexican señorita, og útlendum blaðamönnum sem eru á höttunum eftir goðsögninni myrku sem í raun er bara til í þeirra eigin myrka rassi“.19 Hér er hann vitanlega að vísa í Byltingarstrætið. Hann leikur sér með staðalmyndir borgarinnar, telur upp hverja á fætur annarri, tekur undir þær eða afneitar þeim, heldur þá áfram upptalningu á næstu síðum en nú á því sem hann telur einkenna borgina í raun og veru. Hann sér í henni miklar andstæður en einnig von og möguleika. Sagan endar á eftirfarandi orðum: „Eins og einn af strákunum úr hverfinu myndi segja: „We’re very proud to live here í city landamæranna, mest heimsóttu borg í heimi. Og ef þú skilur það ekki, fuck off!““20 Hér er minnt á að Tijuana einskorðast ekki við ferðamannagötuna; í borginni býr fólk af holdi og blóði í mörgum ólíkum hverfum. En alkunna er að ferðamenn fara yfirleitt ekki út fyrir ferðamannasvæðin. Í smásögunni „Where is the Donkey Show, Mr. Mariachi?“ (Hvar er asna- sýningin, Mr. Mariachi?) gengur höfundur beint inn í goðsögnina, Tijuana sem Sódómu og Gómorru, hömlulausa borg. Lesandi fylgir eftir tveimur ungum sjóliðum frá Bandaríkjunum. Þeim hafði verið sagt að borgin væri unaðslegasti staður jarðar þar sem hálfnaktar stúlkur gengju eftir endalausri aðalgötunni. Þeir eru komnir til Tijuana og eru á höttunum eftir því fræga fyrirbæri „Donkey show“. Þeir efast ekki um tilvist þess, því allir sem hafa farið til Tijuana hafa séð asna-sýninguna, þótt enginn hafi í rauninni séð hana. Sjóliðarnir rölta á milli bara og strippklúbba, eru blekktir af heima- mönnum sem rukka allt of mikið fyrir drykkina, ungu mennirnir verða dauðadrukknir, og loks í birtingu herða þeir sig upp og spyrja götutónlistar- menn hvar asnasýningin sé. Lesandinn fær ekki að vita svarið. Allt þetta má sjá sem hálf-meðvitaða, hálf-ómeðvitaða sviðsetningu heimamanna. Hug- myndin um hvernig borgin er og hvað hún hefur upp á að bjóða kemur frá túristunum sjálfum og þar af leiðandi ganga þeir í eigin gildru. Í raun er þetta eins og einn allsherjar farsi. Rithöfundurinn Rosina Conde (f. 1954) hefur einnig skrifað um Tijuana, ekki síst bandaríska sjóliða sem sækja borgina heim. Árið 1984 sendi hún frá sér níu stutta texta sem hún kallar „Viñetas revolucionarias“ („Byltingar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.