Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 55
101 F l a t e y r i TMM 2018 · 1 55 Sæbjörg Freyja Gísladóttir 101 Flateyri Ég bý á Flateyri en er samt ekki þar. Í gær var tiltektardagur á eyrinni, íbúar söfnuðu rusli og grilluðu í lok dags en ég sat inni og skrifaði meistararitgerð um þetta sama fólk. Undir lokin fæ ég vonandi meistaragráðu fyrir téða rit- gerð en fólkið fær ekki neitt. Nema kannski stundarkorns athygli frá þeim sem lesa ritgerðina og meira rusl til að tína þar sem ég legg ekki hönd á plóg í samfélagslegum verkefnum. Flateyri og íbúarnir eru viðfang mitt í ritgerð sem skrifuð er til meistaragráðu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Eyrin og fólkið hafa líka verið viðföng kvikmyndagerðarfólks og rithöfunda, ferða- langa og annarra sem langar að vekja athygli á þeim og jafnvel eignast hlut- deild í slorrómantík forfeðranna um stund. Þegar ég fór að venja komur mínar aftur til Flateyrar á fullorðinsaldri sá ég ekki beint fólkið sem býr þar heldur frekar sérkennileg gömul hús, ryð- bletti, brotna glugga og annað sem mátti fanga með myndavélarlinsu. „Er þetta bara svona skáldsöguþorp, þar sem hver og einn hefur sína týpu að gangast upp í?“ spurði ég einn listamanninn sem ég tók viðtal við fyrir rit- gerðina. Á þeim tíma sá ég Flateyri svona. Utanfrá, eins og skáldsögu eða listaverk til að gaumgæfa. Ekki innihaldið. Vegna persónulegra aðstæðna flutti ég á Flateyri sumarið 2014 með syni mína tvo. Ég átti greiðan aðgang að samfélaginu vegna ættartengsla og sömu sögu má segja um nokkra af þeim listamönnum sem eiga þar sumarhús. Aðrir lista- og fræðimenn hafa keypt sér aðgang að samfélaginu í gegnum fasteignir eða fyrirtæki og húsin sem aðkomufólkið hefur keypt eru oftar en ekki gömul og standa í þeim hluta þorpsins sem gengur undir nafninu 101 Flateyri í daglegu tali. Lista- maðurinn sem ég talaði við keypti sér hús á Eyrinni á síðasta áratug og eins og hann sagði: „Þá var það búið að vera draumur hjá mér að eignast eitthvað svona, úti á landi. Einhvern stað sem ég gæti farið á og skrifað og unnið.“1 Hann skoðaði hús í Hveragerði, á Stokkseyri og Eyrarbakka en fannst húsin dýr og staðirnir „dáldið trendí“ eins og hann orðaði það sjálfur. Loks benti félagi hans honum á hús á Flateyri í grennd við leikskólann en hann er í 101 Flateyri og er nú umkringdur af húsum í eigu ýmissa listamanna, leikstjóra og leikmyndahönnuða frá Reykjavík og öðrum löndum. Ég var í svipuðum hugleiðingum og sporum og listamaðurinn þegar ég ákvað að flytja vestur. Landsbyggðin kallaði og þjóðfræðileg rómantíkin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.