Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 57
101 F l a t e y r i TMM 2018 · 1 57 alvald yfir viðfangsefnum sínum. Leikstjórar og handritshöfundar, hvort sem þeir eru að skrifa skáldverk eða fræðileg rit, geta látið fólk standa og sitja að vild því fólkið er bara persónur í verkum þeirra. En sumir græða á því, starfsfólk frystihússins fékk til dæmis auka pásu vegna kvikmyndarinnar Þrasta því verkstjórinn varð hreinlega að slökkva á vinnslutækjunum þegar það þurfti að kvikmynda. Það gerði ekki svo mikið til þá, að hans sögn, en því hefði getað fylgt töluvert tekjutap fyrir eigendur frystihússins. Ég áttaði mig ekki á þessu alvaldi listamanna fyrr en ég var sjálf flutt á Flateyri með strákana mína. Aðstandendur kvikmyndarinnar sem þá var verið að taka upp hafa eflaust blótað mér í sand og ösku því viftureimin var laus í bílnum mínum, sem þýddi að það ískraði hátt og snjallt í honum í hvert einasta skipti sem ég setti hann í gang. Slík aukahljóð eru ekki vinsæl þegar verið er að mynda, því komst ég að í eitt skiptið sem ég ætlaði að hlaupa inn til ömmu minnar að ná í fisk en var meinaður aðgangur og skipað að drepa á bílnum vegna þess að það var verið að kvikmynda beint fyrir framan húsið hennar. Í annað skiptið ætlaði ég með syni mína á bryggjuna að veiða, líkt og við gerðum oft. Þeir höfðu beðið í nokkra daga eftir að fara og þarna var þolin- mæði þeirra á þrotum vegna þess hve oft ég var búin að lofa veiðiferð upp í ermina á mér. Þegar við komum á bryggjuna máttum við ekki veiða. Þar stóð háalvarlegur hópur fólks að taka upp senu og það var líkt og aldrei hefði annar eins stórviðburður gerst á bryggjunni. Yngri sonur minn fór að gráta því hann skildi ekki af hverju þetta fólk gat bannað okkur að vera þarna og ég skildi það eiginlega ekki heldur. Var alvald afþreyingariðnaðarins orðið slíkt að fólkið sem starfar við hann gat meinað öðrum að ganga á almannagrund, vera á almannafæri? Vitaskuld fylgir því mikill kostnaður að taka upp senur fyrir kvikmynd en hver gaf þeim samt meira leyfi en okkur til að vera þarna á þessari stund? Skaðinn var ekki stór, við fórum bara að veiða daginn eftir, en atvikið vakti mig samt til umhugsunar um það hversu mikið vald þeir taka sér sem starfa við listræna sköpun og fræðilega, án þess að viðfangsefni þeirra og vegfarendur fái nokkurn tímann að leggja orð í belg. Þegar kvikmyndin Þrestir var tekin upp á Flateyri komu þó nokkrir aftur vestur sem unnu við París norðursins árið á undan, bara til að vera á staðnum og hanga með félögum sínum. Sumir þeirra sem unnu við fyrri myndina hafa líka keypt hús svo enn bætist við listamannaflóruna. „Já, það er náttúrlega sport að vera svona úti í rassgati, eins og maður segir,“3 sagði einn heima- maður um kvikmyndafólkið, og það má velta fyrir sér af hverju fólk sækir í fámennið úti á landi. Tónlistarmaðurinn Ólafur Ragnarsson, eða Óli popp, hefur búið í tugi ára á Flateyri. Fámennið þar var þó ekki nægileg uppspretta innblásturs fyrir listsköpun Óla því hann fann sig knúinn til að fara út í Æðey og vera þar einn yfir vetur til þess að semja og taka upp tónlist. Hann velti því jafnframt fyrir sér hvernig list verður til og taldi að hún gæti ekki orðið til úr engu: … alvöru listafólk, ég held að það sé fólk sem hefur þurft að hafa fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.