Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 63
S l a g s m á l i n á P l ó g n u m o g u x a n u m TMM 2018 · 1 63 George Mackay Brown Slagsmálin á Plógnum og uxanum Guðmundur Jón Guðmundsson þýddi Bændurnir í sókninni voru friðsemdarmenn og á markaðsdögum fengu þeir sér einn lítinn á Plógnum og uxanum. Vertinn þar var kona sem hét Madge Brims. Krá fiskimannanna hét Hvalfangarinn. Þar staupuðu þeir sig þegar þeir komu í land, kaldir eftir humarveiðarnar. Sveitamönnunum, fjárhirðunum og plægingarmönnunum lynti prýði- lega við fiskimennina. Þeir hittust á götunni í Hafnarvogi og göntuðust stundum hver við annan. Einu sinni eða tvisvar lá við áflogum þegar til orðahnippinga kom milli hinna yngri, aðallega út af stelpum, en þá gripu hinir eldri inn í, báru klæði á vopnin og sættu rifrildisseggina. Það var sjaldan illt á milli manna. En sveitamennirnir vörpuðu aldrei skugga á dyr Hvalfangarans og fiskimennirnir stóðu aldrei fyrir utan hjá Madge Brims, þar sem vegg- irnir voru þaktir skeifum, og veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að fá sér snafs af gamla Orkneyjaviskíinu sem kostaði þrjú penní. Þegar að því kom að fá sér hressingu eftir erfiðan vinnudag ríkti strangur aðskilnaður milli þeirra sem erjuðu landið og þeirra sem stunduðu sjóinn. Í Hvalfangaranum töluðu menn um tóbak sem hafði verið smyglað úr hollensku kaupskipi, hvali, lúður sem voru svo risavaxnar að veiðarfærin rifnuðu, skipsskaða og selkonur. Um slíkt var ekki talað hjá Madge Brims. Þar var rætt um hesta og uxa, hver væri snjallastur í að þjálfa fjárhunda, um hafra og bygg og hvort skynsamlegra væri að mala kornið sitt sjálfur eða fara með vagn- hlassið til malarans sem var þrjótur. Ungu mennirnir ræddu iðulega um stúlkur. Sagt var að fallegasta stúlkan í sókninni þetta árið væri Jenny frá Furss. Jenny var einkadóttir fátæks kotbónda sem hét Sam Moorfea frá Furss. Sam var svo fátækur að hann hafði ekki einu sinni efni á því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.