Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 75
K e i s a r a m ö r g æ s i r TMM 2018 · 1 75 Þegjandi sækjum við regntankinn, sigtum vatnið og byrjum að sjóða það. Ég finn að við erum bæði að hugsa um það sama. „Sorglegt,“ segir Haraldur meðan hann hreinsar síuna. „Já,“ segi ég. „Meiriháttar leikari, hann Morgan Freeman.“ „Ha?“ segir Haraldur. „Já, röddin.“ „Ótrúleg rödd,“ segi ég. „Ógleymanleg.“ „Já,“ segir Haraldur. „En hann var náttúrulega orðinn mjög aldraður og svona,“ segi ég. „Jú,“ segir Haraldur. „En ég var nú reyndar að tala um mörgæsirnar.“ „Já,“ segi ég. „Sorglegt með mörgæsirnar.“ „Líka með Morgan Freeman,“ segir Haraldur. „Það er samt ekki það sama,“ segi ég. „Ekki það sama og útdauð dýrategund,“ segir Haraldur. Það glamrar uppi á efri hæðinni. Við lítum bæði upp. Það kviknar á lampanum með háum smelli. Ljósið baðar allt nágrennið, marga kíló- metra í allar áttir: Mannlaust þorpið, sandana, fjöllin og fjörðinn. Rústirnar af vitanum líka. Yfirborð vatnsins í kringum húsið endur- varpar ljósinu inn um eldhúsgluggann svo andlit okkar Haraldar lýs- ast upp. „Ég ætla bara að vona að það slái ekki út aftur,“ segir Haraldur. „Offum hann,“ segi ég. „Rafmagnið í húsinu þolir þetta náttúrulega ekkert,“ segir Haraldur. „Eða er það nokkuð?“ „Ég er ekki að grínast,“ segi ég. „Ætli það sé ekki líka eldhætta af þessu?“ segir Haraldur. „Eldhætta?“ „Nei, kannski er engin eldhætta,“ segir Haraldur. „Ég er bara að hugsa upphátt.“ „Það getur alveg verið eldhætta,“ segi ég. „Ekki mjög mikil samt?“ segir Haraldur. „Nei,“ segi ég. Við komum regntankinum fyrir á sínum stað. Síðan sest ég til að gera við gat á öðru stígvélinu mínu og við laumumst til að deila einum bjór. „Heldurðu að það sé rétt hjá honum?“ segir Haraldur. „Rétt? Hvað?“ „Hjá Ómari,“ segir Haraldur. „Að við séum ekki …“ „Síðust?“ „Við hljótum að vera síðust,“ segir Haraldur. „Ég meina.“ Ég hugsa málið. Velti því fyrir mér hvað Haraldur vilji heyra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.