Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 79
A n d ó f s m a ð u r i n n J ó n l æ r ð i TMM 2018 · 1 79 nútímann. Auðmennirnir voru í vandræðum með að koma fé sínu í lóg og eyðilögðu verðmæti til að rýma fyrir nýjum gróðavegum í „shock doctrine“ fimmtándu og sextándu aldar, svo vísað sé til frægrar bókar Naomi Klein um þá aðferð hins hnattræna stórkapítals að nýta hamfarir (og jafnvel ýta undir þær) til að ryðja nýjar hagnaðarleiðir.3 Í kvæðinu „Eitt dæmi um það hversu lukkan misfellur mannkindunum“ segir Sigfús: Sumir höfðu svo margt bú að setja varð í eyði þrjú, en annar hvörki hund né kú hafði á ævi sinni, kot fékk enginn félaus mann, fór svo upp á almúgann. Og mál er að linni. /–––/ Sumir báru silki og skrúð sópuðu allt úr kaupmanns búð, en aðrir gengu á hákarls húð og héldu á beining sinni. Eldurinn undan hófum hraut þá hofmanns fólkið reið á braut. Og mál er að linni.4 Þó að gagnrýni Sigfúsar sé bitur í garð auðstéttanna er hún innan marka þeirrar guðfræðilegu heimsmyndar sem ríkt hafði frá dögum heilags Ágúst- ínusar og skipti heiminum einfaldlega í hið jarðneska eða veraldlega ríki, þar sem syndin ríkti, og ríki guðs sem vitaskuld var hið æðsta takmark. Í kvæði sem ber titilinn „Ein heiðarleg brúðarvísa hústrú veraldarinnar“ sést hvernig sú tvískipting fer fram í baráttu innra með mönnum: Heyr þú, veröld, hvað eg tel, hvörsu sem þér líkar vel, einum Guði eg mig fel en undan valdi þínu. Þú ert brúður, fölsk og flá, fögur og væn að líta á en undir niðri grimm og grá; í geðinu býr það mínu. Þetta var hinn mannlegi veikleiki gagnvart guðdómnum sem var sá kvarði sem allt var mælt og metið á. Sigfús ávarpar brúði veraldarinnar svo: Þú kannt svæfa börnin blind, það blekkir marga heimska kind, á þínum hljóðum þykir hind þó það verstu gegni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.