Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 94
S t e i n u n n L i l j a E m i l s d ó t t i r 94 TMM 2018 · 1 Og hér er ég aftur mætt á völlinn. Nokkrir leikir eru búnir af nýja tíma- bilinu og brosið er löngu farið af andlitinu. Það er langt liðið á seinni hálfleik. Mér leiðist svo mikið að ég missi meðvitund og sofna í hörðum plaststólnum. Ég ranka við mér þegar Stefán öskrar í eyrað á mér: „Sást’ etta?!“ „Geggjað,“ svara ég og hagræði úlpukraganum til að fela geispa. „Þetta var klárlega rangstæða eða eitthvað.“ „Rangstaða, elskan, rangstaða.“ Maðurinn fyrir framan okkur er greinilega líka miður sín yfir atvikinu. Hann steytir hnefann í átt að vellinum og gefur frá sér öskur. Mér sýnist ég sjá glitta í tattú af KR-merkinu á handarbakinu fyrir neðan loðna hnúana. Ég virði fyrir mér hina áhorfendurna. Vinstra megin við okkur er miðaldra kona sem trommar með fingr- unum á sætið fyrir framan sig og treður reglulega upp í sig nýju nikó- tíntyggjói. Mér heyrist hún segja ofurlágt „koma svo“ aftur og aftur en það gæti líka verið smjattið í tyggjóinu. Hjá auglýsingaskiltunum er stór maður í alklæðnaði frá 66 gráðum norður og við hlið hans lítill húfulaus strákur sem gengur á staðnum. Strákurinn togar með annarri hendinni í dúnúlpu pabba síns og með hinni í klofið á buxunum sínum. Hægra megin við þá situr móðir með flísteppi yfir fótunum og skenkir fjórum sonum sínum kakó úr hitabrúsa. Strákarnir sitja í stærðarröð í svarthvítum treyjum og fikta í símunum sínum. Hinum megin við þá er pabbi þeirra sem er ekki aðeins í svarthvítri treyju heldur einnig með svarthvítan trefil og svarthvíta áritaða derhúfu á höfðinu. „Er aldrei neinn frægur á svona leikjum?“ spyr ég Stefán. „Nei, þessir frægu eru á vellinum,“ segir hann án þess að líta af bolt- anum. Ég renni augunum yfir leikmennina. Tvö sett af ellefu karlmönnum. Þeir hlaupa móðir á gulbrúnu grasinu og skyrpa af og til. Rigningar- dropar renna af kæfulituðum hárlokkunum, rauðu kinnarnar brenna í næpufölu andlitinu og mjór brjóstkassinn er falinn bakvið lógó stór- markaðar. Þessir leikmenn líkjast ekkert þeim fáu fótboltamönnum sem ég kann nafnið á: Messi, Beckham, Ronaldo. Stefán bætir við: „Stundum mætir Björgólfur á völlinn.“ „Yngri?“ „Nei, eldri.“ „Ó. Mætir aldrei neinn sætur og frægur?“ „Ha? Hmmm, Bogi fréttamaður mætir mjög oft.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.