Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 119
H u g v e k j a TMM 2018 · 1 119 Haldnar eru risaráðstefnur sem lyktar kannske með stóryrtum yfirlýsingum um það sem verði nú gert, en ekkert af því sem er sagt er bindandi fyrir aðil- ana. Tilkynnt er um ráðstafanir, svo sem að banna einhver eiturefni, en þær eiga ekki að koma til framkvæmda fyrr en eftir svo og svo mörg ár, og á þeim tíma getur margt gerst. Til dæmis er skrifað undir alþjóðlega verslunarsamn- inga sem gera kleift að komast hjá hvaða tilskipunum sem er, og nánast gefa alþjóðahringum sjálfdæmi í hverju sem er. Í þessum skrifuðum orðum berast fregnir sem staðfesta þetta á hinn ömur- legasta hátt. Birt hefur verið skýrsla sem sýnir að í Þýskalandi hefur fljúgandi skordýrum fækkað um áttatíu af hundr- aði, en viðbrögð valdhafanna eru þau ein að ríghalda sér saman, vafalaust vonast þeir til að geta hummað þetta fram af sér. Um leið má lesa í blöðum að leyft hafi verið, í kyrrþey, að setja á markað nýtt skordýraeitur, öflugara en þau sem áður þekktust, undir nokkuð sakleysislegu heiti. Það er eins og mann- kynið sé orðið safn af kleifhugum. Þegar svo er komið er varla annað til ráða en leggjast á hnén og sárbæna Almættið um að vísindamennirnir hafi rangt fyrir sér, allir með tölu, og fá með sér í bænakvakið menn af öllum trú- flokkum, kaþólikka, kalvínista, kopta, kaþara, mónófýsita, melkíta, maroníta, Nestoríana, nýalssinna, alla sem nöfn- um tjáir að nefna. Það þarf að lyfta upp til himna ákalli um að það séu hinir sem reynist að lokum hafa lög að mæla, þeir sem segja að kenningar um loftslags- breytingar séu mesta „hoax“ okkar tíma, einhverjir gervivísindamenn hafi fundið þær upp til að hala út styrki svo þeir geti setið á strönd og reykt cannabis indica undir því yfirskyni að þeir séu að mæla hækkun á yfirborði sjávar, eða legið á bakinu uppi í sveit, gónt upp í loft og þóst vera að telja flugur, eða þá á hinn bóginn að það séu kannske einhverjar breytingar að verða en þær séu ekki af mannavöldum heldur stafi þær af sól- blettum og séu okkur auk þess til hinna mestu hagsbóta. Það væri svo sem ekki amalegt ef sumarhitinn á Akureyri kæmist yfir þrjátíu stig. Kannske væri þá hægt að rækta greipaldin í Grímsey og selja Rússum fyrir Rússagull. Og þá er kátt í Tortóla, Tortóla, Tortóla. Ef þessir dandimenn standa að lokum með pálmann í höndunum er óttinn ástæðu- laus. En því er nú verr og miður að eftir því sem tímar líða bendir stöðugt fleira til þess að það séu svartsýnustu vísinda- mennirnir sem hafi rétt fyrir sér, bæna- kvakið geti því ekki orðið annað en máttlaust varaskrap. Hvert árið tekur við af öðru, heitara en hið næsta á undan, Grænlandsjöklar hafa varla við að bráðna, fellibyljir ganga yfir hver á eftir öðrum svo það þarf að leita í alls kyns nafnaskrár til að finna heiti yfir þá, annarlegar flugur leita í norður ber- andi með sér svefnsýki og aðrar pestir sem ekki eru einu sinni til nöfn yfir, og annað eftir því. Þá er ekki nema eitt eftir og það er að bregðast karlmannlega við, eins og sagt var á fornmáli, og ákveða í tíma hvar maður vill vera staddur og hvað maður ætlar að gera á þeirri stund þegar Heimsendir rennur upp. Kannske vilja sumir dansa húla húla fyrir framan sendiráð þeirra stórþjóða sem hefðu getað gert eitthvað en gerðu ekkert, aðrir flykkjast kannske inn í Hallgríms- kirkju og syngja við raust: „Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skyri.“ Hvað mig snertir er ég búinn að ákveða mig fyrir löngu. Þegar stundin rennur upp ætla ég að ganga upp á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.