Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 134
Höfundar efnis
Alda Björk Valdimarsdóttir, f. 1973. Ljóðskáld og dósent við íslensku- og menningar-
deild HÍ.
Ari Jósefsson, 1939–1964. Skáld. Ljóðabók hans, Nei, kom fyrst út 1961. Nýjasta
útgáfan er frá 2013.
Auður Aðalsteinsdóttir, f. 1972. Bókmenntafræðingur. Hún hefur starfað sem blaða-
maður, ritstjóri og við þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu. Doktorsritgerð hennar frá 2016
heitir Bókmenntagagnrýni á almannavettvangi: vald og virkni ritdóma á íslensku
bókmenntasviði.
Bjarni Bernharður, f. 1950. Skáld. Hann gaf út tvær ljóðabækur í fyrra, Nótt í Níð-
hamri og Í landi þúsund djöfla.
Brown, George MacKay, 1921–1996. Skoskt skáld og rithöfundur. Bókin Vegurinn
blái frá 1998 geymir þýðingar Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar á ljóðum hans. Og
væntanlegt er smásagnasafn sömuleiðis í þýðingu Aðalsteins.
Einar Már Jónsson, f. Sagnfræðingur og fastur pistlahöfundur í TMM. Nýjasta bók
hans er Örlagaborgin: brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar frá 2012.
Eiríkur Örn Norðdahl, f. 1978. Skáld og rithöfundur. Hann gaf síðast út Óratorrek:
ljóð um samfélagsleg málefni, 2017.
Gísli Þór Ólafsson, f. 1979. Skáld og tónlistarmaður. Nýjasta bók hans er Vélmenna-
dans frá 2017.
Guðmundur Jón Guðmundsson, f. 1955. Sagnfræðingur og þýðandi. Nýjasta bók í
þýðingu hans er Til varnar sagnfræðinni: eða starf sagnfræðingsins eftir Marc Léo-
pold Benjamin Bloch (2017).
Gunnar Karlsson, f. 1939. Sagnfræðingur. Nýjasta bók hans er Landnám Íslands,
annað bindi í ritröðinni Handbók í íslenskri miðaldasögu (2016).
Halla Margrét Jóhannesdóttir, f. 1965. Leikkona og ljóðskáld. Ljóðabók hennar, 48,
kom út 2013.
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. Bókmenntafræðingur og lektor við HÍ. Hann gaf í
fyrra út matreiðslubókina Hjálp! Barnið mitt er grænmetisæta.
Jón Kalman Stefánsson, f. 1963. Rithöfundur. Nýjasta bók hans, skáldsagan Saga
Ástu: hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum? frá 2017 er tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Kristín Guðrún Jónsdóttir f. 1958. Bókmenntafræðingur og dósent í spænsku við HÍ.
Hún er ein af ritstjórum ritraðarinnar Smásögur heimsins. Nú þegar hafa komið
út tvær bækur í þeirri ritröð, önnur með sögum frá Norður-Ameríku (2016) og hin
með sögum frá Suður-Ameríku (2017).
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962. Skáld og rithöfundur sem tekur viðtöl við kollega sína
í TMM. Ljóðabókin hennar Köngulær í sýningargluggum frá 2017 er tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Steinunn Lilja Emilsdóttir, f. 1983. Hún er bókasafnsstarfsmaður með BA-gráðu í
guðfræði og myndlist og mastersgráðu í ritlist.
Sæbjörg Freyja Gísladóttir, f. 1981. Þjóðfræðingur.
Tóroddur Poulsen, f. 1957. Færeyskt skáld. Sjá umfjöllun um hann á bls. 92.
Viðar Hreinsson, f. 1956. Bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður.
Hann er núna í hlutastarfi sem vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
með aðsetur á Náttúruminjasafni Íslands. Hann gaf út ævisögu Stephans G. Steph-
anssonar í tveim bindum (2002–3) en nýjasta bók hans er Jón lærði og náttúrur
náttúrunnar (2016).