Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 5
r oy J a c o B S e n , S ö g U m a ð U r o g H ú m o r i S t i
5
Einar Kárason
Roy Jacobsen, sögumaður
og húmoristi
Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen kemur oft til Íslands og er jafnan
aufúsugestur, enda „íslensk astur“ erlendra skálda – les okkar bækur á frum
málinu og er svo vel heima í fornbókmenntunum að hörðustu norrænumenn
verða að gá að sér svo hann snúi ekki á þá í rök
pexi um þau fræði. Þessi skáldsagnahöfundur
hefur líka frásagnargáfu af því tagi sem hugnast
hérlendum mönnum vel og er jafnan allra manna
kátastur þegar slakað er á og sögur sagðar, dregur
hvergi af sér og hlær hátt. Helst þarf hann líka
alltaf að ferðast á afskekkta staði þegar leið hans
liggur hingað til lands og þá sem síst laða að sér
túrista; kannski vill hann heimsækja eyðifjörð
þar sem atburðir úr bókmenntum hafa gerst,
eða regnbarið annes sem ber af öðrum stöðum fyrir að vera hrjóstrugt og
óaðlaðandi. Roy hætti á unga aldri háskólanámi í miðjum klíðum til að
gerast rithöfundur, en tók sér þó tíma til að stunda síldfiski vetrarlangt með
húskörlum norður við Lófótinn, og fór þar að dæmi hins forna kollega síns
Skallagríms Kveldúlfssonar. Hann talar ekki mikla íslensku, en segir þó
jafnan ef bókmenntakvöld hafa verið löng og umræður harðsnúnar „Er nú
ekki rétt að labba bæinn?“
En að sama skapi er Roy eins norskur og hægt er að hugsa sér; hann er
ættaður frá nyrstu slóðum landsins, bjó um hríð í Þrándheimi en er alinn upp
í Groruddalen, verkamannahverfi í Osló, af alþýðuættum þar. Og skrif hans
eru greinilega innblásin af því besta í norskum bókmenntum.
Fyrsta bókin sem kom út eftir hann var smásagnasafnið Fangeliv (1982)
sem fékk Tarjei Vesaas debutantpris, og á næstu sex árum fylgdu fjórar skáld
B ó k m e n n t a h á t í ð