Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 6
6
B ó k m e n n ta H át í ð
sögur sem vöktu mikla athygli bókmenntafólks, ekki síst Det nye vannet
(1987), sem segir frá undarlegu fólki og dularfullu morði í norsku fásinni, og
fékk sú bók bókmenntaverðlaun Cappelen það ár. Í kjölfarið fylgdu barnabók
og annað smásagnasafn, en svo komst hann rækilega á skrið sem metsöluhöf
undur árið 1991 með hina stóru þjóðfélagslegu skáldsögu Seierherrene, sem
sumpart byggir á hans fjölskyldusögu og hans eigin uppvexti í Osló. Hún sló
umsvifalaust í gegn í heimalandinu og var seld í bílförmum, enda full af bæði
dramatík og miklum húmor. Fyllsta ástæða er til að hvetja það fólk sem er
læst á norrænar tungur til að leggjast í hana, og gefast ekki upp á fyrripart
inum þótt oft sé þar stafsett eftir mállýskum norðan úr landi.
Eftir Seierherrene fylgdu skáldsaga og smásagnasafn og svo ævisaga eins
helsta stjórnmálamanns Norðmanna á tuttugustu öld, forsætisráðherrans og
krataforingjans Tryggve Bratteli, sem á unga aldri var handtekinn af þýskum
hernámsyfirvöldum í Noregi og slapp nær dauða en lífi úr þýskum fanga
búðum í lok seinna stríðsins.
Roy er afar fjölhæfur skáldsagnahöfundur og fer um víðan völl með sín
sögusvið; hann hefur skrifað bók sem gerist á austurvígstöðvunum í seinni
heimsstyrjöldinni og segir meðal annars frá mestu skriðdrekaorrustu sög
unnar, við Kursk, en sú bók heitir Grenser (1999). Önnur skáldsaga gerist
í Finnlandi og fjallar um skógarhöggsmenn, Hoggerne (2005); skáldsagan
Marions slør (2007) hefur innflytjendakonu í Osló í forgrunni og hefur mörg
einkenni glæpasagna. Svo er það skáldsagan Frost (2003) sem hefur verið
þýdd og gefin út á íslensku. Hún segir frá því að þrettán ára gamall banar
Gestur Þórhallsson sjálfum VígaStyr, einum voldugasta manni Íslands í upp
hafi 11. aldar, til að hefna föður síns. Í kjölfarið flýr hann land, fer til Noregs
og hrekst þar yfir fjöll og heiðar undan fjandmönnum sínum. Honum er kalt,
hann verður mannsbani á ný og er hvergi vært en fer síðan með mönnum
Danakonungs og Eiríks jarls í herför til Englands. Óvenjulega stórbrotið og
skemmtilegt skáldverk byggt á efni úr Íslendingasögum.
Roy hefur fengið fjölda verðlauna í heimalandi sínu og tvívegis verið til
nefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sömuleiðis hafa bækur
hans verið þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út víða um heim. Alþjóðleg
frægð hans hefur mjög farið vaxandi á síðari árum, ekki síst með bókinni
Vidunderbarn (2009) og svo enn frekar með sögulegu trílógíunni De usynlige
(2013), Hvitt hav (2015) og Rigels øyne (2017). Þær gerast í fásinni í Norður
Noregi, sú fyrsta snemma á tuttugustu öld, næsta í seinna stríði og sú síðasta
rétt eftir stríðslok. Þessar bækur eru svo glitrandi af náttúruupplifunum og
stíltöfrum að minnir helst á sjálfan Knut Hamsun. Þegar sú fyrsta af þeim var
gefin út á ensku var hún tilnefnd og komst á stuttlista hinna frægu Booker
bókmenntaverðlauna, og sú bók er nýkomin út í íslenskri þýðingu Jóns St.
Kristjánssonar undir titlinum Hin ósýnilegu.
Sá sem þessar línur skrifar hefur þekkt Roy í tæp þrjátíu ár, hann er ári
eldri en ég og við vorum báðir „ungir höfundar“ er við sáumst fyrst á bók