Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 6
6 B ó k m e n n ta H át í ð sögur sem vöktu mikla athygli bókmenntafólks, ekki síst Det nye vannet (1987), sem segir frá undarlegu fólki og dularfullu morði í norsku fásinni, og fékk sú bók bókmenntaverðlaun Cappelen það ár. Í kjölfarið fylgdu barnabók og annað smásagnasafn, en svo komst hann rækilega á skrið sem metsöluhöf­ undur árið 1991 með hina stóru þjóðfélagslegu skáldsögu Seierherrene, sem sumpart byggir á hans fjölskyldusögu og hans eigin uppvexti í Osló. Hún sló umsvifalaust í gegn í heimalandinu og var seld í bílförmum, enda full af bæði dramatík og miklum húmor. Fyllsta ástæða er til að hvetja það fólk sem er læst á norrænar tungur til að leggjast í hana, og gefast ekki upp á fyrripart­ inum þótt oft sé þar stafsett eftir mállýskum norðan úr landi. Eftir Seierherrene fylgdu skáldsaga og smásagnasafn og svo ævisaga eins helsta stjórnmálamanns Norðmanna á tuttugustu öld, forsætisráðherrans og krataforingjans Tryggve Bratteli, sem á unga aldri var handtekinn af þýskum hernámsyfirvöldum í Noregi og slapp nær dauða en lífi úr þýskum fanga­ búðum í lok seinna stríðsins. Roy er afar fjölhæfur skáldsagnahöfundur og fer um víðan völl með sín sögusvið; hann hefur skrifað bók sem gerist á austurvígstöðvunum í seinni heimsstyrjöldinni og segir meðal annars frá mestu skriðdrekaorrustu sög­ unnar, við Kursk, en sú bók heitir Grenser (1999). Önnur skáldsaga gerist í Finnlandi og fjallar um skógarhöggsmenn, Hoggerne (2005); skáldsagan Marions slør (2007) hefur innflytjendakonu í Osló í forgrunni og hefur mörg einkenni glæpasagna. Svo er það skáldsagan Frost (2003) sem hefur verið þýdd og gefin út á íslensku. Hún segir frá því að þrettán ára gamall banar Gestur Þórhallsson sjálfum Víga­Styr, einum voldugasta manni Íslands í upp­ hafi 11. aldar, til að hefna föður síns. Í kjölfarið flýr hann land, fer til Noregs og hrekst þar yfir fjöll og heiðar undan fjandmönnum sínum. Honum er kalt, hann verður mannsbani á ný og er hvergi vært en fer síðan með mönnum Danakonungs og Eiríks jarls í herför til Englands. Óvenjulega stórbrotið og skemmtilegt skáldverk byggt á efni úr Íslendingasögum. Roy hefur fengið fjölda verðlauna í heimalandi sínu og tvívegis verið til­ nefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sömuleiðis hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út víða um heim. Alþjóðleg frægð hans hefur mjög farið vaxandi á síðari árum, ekki síst með bókinni Vidunderbarn (2009) og svo enn frekar með sögulegu trílógíunni De usynlige (2013), Hvitt hav (2015) og Rigels øyne (2017). Þær gerast í fásinni í Norður­ Noregi, sú fyrsta snemma á tuttugustu öld, næsta í seinna stríði og sú síðasta rétt eftir stríðslok. Þessar bækur eru svo glitrandi af náttúruupplifunum og stíltöfrum að minnir helst á sjálfan Knut Hamsun. Þegar sú fyrsta af þeim var gefin út á ensku var hún tilnefnd og komst á stuttlista hinna frægu Booker bókmenntaverðlauna, og sú bók er nýkomin út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar undir titlinum Hin ósýnilegu. Sá sem þessar línur skrifar hefur þekkt Roy í tæp þrjátíu ár, hann er ári eldri en ég og við vorum báðir „ungir höfundar“ er við sáumst fyrst á bók­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.