Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 8
8
B ó k m e n n ta H át í ð
Guðrún Baldvinsdóttir
Tungumálið skapar
nýja heima
Um yoko tawada og skáldsögu hennar Etýður í snjó
Að skrifa: óhugnanleg athöfn. Þegar ég starði á setninguna sem ég var að enda við
að skrifa fór mig að svima. Hvar er ég stödd? Ég gekk inn í söguna mína og er horfin
héðan. Til þess að snúa hingað á ný sleit ég augun af handritinu, lét þau hvarfla í
áttina að glugganum, þar til ég komst loks aftur hingað, í nútímann. En hvar er hér
og hvar er nú?1
rými þar sem ljóðlistin verður til
Rithöfundurinn Yoko Tawada er fædd í Japan árið 1960 en flutti til Þýska
lands tuttugu og tveggja ára gömul þar sem hún stundaði nám í rússneskum
bókmenntum við Háskólann í Hamborg og hefur Tawada búið í Þýska
landi meira og minna síðan. Sem rithöfundur
hefur hún skapað sér orðspor sem höfundur sem
vinnur með mörk ólíkra menningarheima sem
og mörk þess mögulega og þess ómögulega, þess
raunhæfa og þess furðulega. Í Japan og í Þýska
landi hefur skáldverkum hennar verið afar vel
tekið og hefur hún hlotið fjölda verðlauna, þar á
meðal Goethe Medal verðlaunin, sem veitt eru af
Goethestofnuninni í Þýskalandi og Akutagawa
verðlaunin sem veitt eru í Japan. Verk Tawada
hafa verið þýdd á ýmis tungumál en hún skrifar
bæði á japönsku og þýsku og skrifar oft verk tvisvar sinnum á báðum tungu
málunum og hefur meðal annars gefið út tvímála útgáfur af verkum sínum.
Tawada les fimm tungumál en vinnur fyrst og fremst á japönsku og þýsku í
skáldskapnum. Skáldsaga hennar frá 2014, Etýður í snjó, kom út í íslenskri
þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur hjá forlaginu Angústúru í lok árs 2018.
Tawada hefur unnið við ýmsar greinar skáldskapar, hún hefur gefið út
ljóðabækur, smásögur, esseyjur og styttri texta. Etýður í snjó er lengsta bók
hennar og þó að í henni megi finna þrjár aðgreinanlegar sögur er hún heild
stæð skáldsaga. Nýjasta bók hennar, Sendbo-o-te eða The Emissary kom