Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 20
20 B ó k m e n n ta H át í ð eftir, friðsæl, þrúgandi alsæla. Þau grínuðust með þetta, hvernig svona mikil hamingja var niðurdrepandi. „Öll þessi ár, Flo, alveg þar til í fyrra, vorum við hamingjusöm. Þú fæddist og ólst upp umvafin gífurlegri ást.“ „Og svo gerðist bara eitthvað, eins og ekkert væri?“ „Ég veit það ekki.“ Marie­Claude getur ekki afborið að vera í hlutverki fórnarlambs, að opinbera hversu ráðvillt hún er í raun ennþá. En dóttir hennar vill sannleikann. „Ég veit það bara ekki. Hvað sem gerðist, þá kom það ekki fyrir mig.“ Hún lítur á Flo í baksýnisspeglinum og segir blíðlega, án nokkurs brodds: „Kannski getur pabbi útskýrt það betur.“ „Hann segir að það hafi gerst hægt. Hann sagði að þetta hefði ekki verið stórfelldur þrumugnýr eins og þú segir heldur alda sem stækkar og stækkar þar til hún brotnar.“ Marie­Claude veit að Flo er ekki að skálda þetta til að særa hana; hún þekkir líkingamál mannsins síns, stolið úr heimi sem er honum full­ komlega framandi. „Hann sagðist hafa verið óhamingjusamur síðan áður en Matthew fæddist. Hann sagðist ekki hafa vitað neitt um sanna ást fyrr en hann kynntist Abigail. Hann sagði að þegar hann legði spurningar fyrir eið­ svarin vitni vissi hann alltaf hvenær þau væru að ljúga, því að ‒“ „Hættu, Flo. Hættu í guðanna bænum.“ Marie­Claude hægir ferðina niður í hámarkshraða. Augun hafa beinst að veginum en hún hefur ekki verið að horfa. Allir gluggarnir á bílnum eru opnir, jafnvel hennar gluggi sem hún man ekki eftir að hafa skrúfað niður. Hlýtt loftið, miklu hlýrra en fyrir klukkutíma, fýkur í gegn og hún hallar sér fram til að láta vindinn losa blússuna af bakinu. Stýrið virðist laust í höndum hennar, ekki tengjast því að stjórna bílnum. Og vegurinn, jafnvel á 90 kílómetra hraða, hverfur alltof hratt undir þeim. Hún íhugar hvað hún gæti minnt dóttur sína á. Hún gæti sagt söguna af síðasta afmælinu hennar Flo í september, sem bar upp á helgi þegar hún fór ein til föður síns, án Matthews, og hvernig Flo hélt fyrst að hann væri að stríða henni með því að syngja ekki við morgunverðarborðið, ýja ekki að því að einhvers staðar væri falin gjöf ‒ bak við gardínur eða í frystinum ‒ og hvernig hún bjóst við óvæntri veislu þegar þau fóru til að athuga með laugardagspóstinn á skrifstofunni hans, í hádeginu beið hún eftir köku. Þegar hann skilaði henni af sér á sunnudeginum las Marie­ Claude alla söguna úr upphleyptum útbrotunum á hálsi Flo. Þegar Marie­Claude finnst hún hafa heldur betri stjórn á bílnum snýr hún sér til að horfa á útsölumarkaðina meðfram þjóðveginum. Hún vildi að þau væru að keyra um Frakkland, framhjá kúm sem dreifðust um hæð. Í Frakklandi gæti eitthvað óvænt orðið á vegi þeirra, eins og brenn­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.