Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 22
22
B ó k m e n n ta H át í ð
hennar væri núna systir eða fjölskylduvinur) voru kornung hefði þeim
verið boðið í austurrískan kastala. Í gerðinni hans sá hann draugana. Og
MarieClaude trúði honum ekki. Enginn gerði það, sagði hann Flo. Þau
héldu öll að hann væri galinn. En þegar leið á kvöldið vingaðist hann
við þessa drauga og, þótt hann gæti ekki sagt Flo nákvæmlega hvernig,
kom þeim aftur klakklaust yfir í hinn heiminn. Við minninguna um
þennan endi hló Flo upphátt.
„Sjáðu,“ heyrir hún mömmu sína segja blítt við sjálfa sig. Sjórinn er
allt í einu við hliðina á þeim. Þau eru komin að höfðanum fyrr en búist
var við, fyrir kvöldmat, fyrir sólsetur. Öldur brotna, fletjast svo út í
fjörunni, gefa frá sér súra lykt sem fyllir fljótt bílinn. Bústnir sjófuglar
standa á öðrum fæti í merlandi gljáanum sem eftir verður. Flo gleymir
að nefna rútustöðina.
MarieClaude skynjar að Matthew bærir á sér við hlið hennar.
„Sjáðu,“ hvíslar hún aftur og hann opnar augun á breiðan blámann með
fram bílnum, snýr sér að henni og biður hana að segja, bara einu sinni
enn, söguna um hvernig hann fæddist.