Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 31
S k á l d a ð í a U ð n i n a
31
Guðrún Elsa Bragadóttir
Skáldað í auðnina
Um loftslagskvartett maju lunde
Eitt erfiðasta verkefnið sem jarðarbúar standa nú frammi fyrir er að horfast
í augu og takast á við umhverfisvána sem skapast hefur vegna loftslags
breytinga. Þótt áhrifa hnattrænnar hlýnunar hafi orðið vart í vaxandi mæli
á undanförnum árum eigum við flest enn í vand
ræðum með að ná utan um breytingarnar sem
hafa þegar átt sér stað og munu halda áfram að
hafa áhrif á líf okkar um ókomna tíð. Skáldsagna
höfundar og ljóðskáld hafa þegar hafið það verk
að bregðast við ástandinu með þeim aðferðum
sem þeim eru tamar, en það er einmitt þegar erfitt
er að henda reiður á veruleikanum sem skáld
skapurinn getur skipt sköpum.
Nýjasta dæmið um þessa viðleitni í íslenskum
bókmenntum er áhrifamikil ljóðabók Hauks Ing
varssonar, Vistarverur, sem kom út síðasta haust,
en áður hafa skáld á borð við Öldu Björk Valdimarsdóttur, Anton Helga Jóns
son, Gerði Kristnýju, Guðrúnu Hannesdóttur, Sjón og Sigurbjörgu Þrastar
dóttur unnið úr loftslagsvandanum í ljóðagerð sinni. Á meðan íslenskir
höfundar eins og Sigríður Hagalín hafa skrifað um dystópíska framtíð sem
einkennist af óvissu og nauðsyn á breyttum lífsháttum, þá hafa mikilvæg verk
verið skrifuð víðsvegar um heim um efnið og nægir að nefna MaddAddam
þríleik Margaretar Atwood sem dæmi um tímamótaverk í þeim flokki.
Maja Lunde er norskur skáldsagna, handrits og barnabókahöfundur
sem sendi nýverið frá sér aðra bókina í röð verka sem hún hefur gefið nafnið
„loftslagskvartettinn“. Fyrstu tvö verkin, Saga býflugnanna (Bienes historie)
og Blá (Blå), eiga það sameiginlegt að flétta saman fleiri en eina sögu af
ólíkum persónum og tengslum þeirra við umheiminn, hvort tveggja náttúru
legt umhverfi sitt og annað fólk. Skáldsögurnar tvær draga fram órjúfanleg
tengsl manneskjunnar annars vegar við vistkerfi, þar sem jafnvægi er svo
auðveldlega raskað, og hins vegar við kynslóðirnar sem koma á eftir, en hin
síðarnefndu eru undirstrikuð þegar í ljós kemur að persónur og atburðarás á
ólíkum tímaskeiðum tengjast á óvæntan hátt í báðum bókunum. Hver einasta