Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 45
á S t e p p U n n i
45
anum tvisvar á borðið; reynir að segja eitthvað en getur varla andað. Ég
horfi á hana og er skemmt, síðan á Pol, ég vil vera viss um að hann hafi
líka gaman af þessu, en einmitt þá nær Nabel andanum og segir allt að
því grátandi:
– Og riffillinn! Hún slær aftur í borðið, – Guð minn góður, Arnol! Ef
þú hefðir bara hætt að skjóta! Þá hefðum við fundið það miklu fyrr …
Arnol horfir á Nabel, allt í einu virðist hann öskureiður og hlær
ýktum uppgerðarhlátri. Pol hættir að hlæja. Arnol yppir öxlum bljúgur
og leitar eftir samúð Pols. Síðan læst hann halda á riffli og skjóta. Nabel
hermir eftir honum. Þau endurtaka það og miða hvort á annað þangað
til þau hætta að hlæja og eru nú orðin rólegri.
– Æ, í guðanna bænum …, segir Arnol og seilist eftir fatinu og býður
meira – loks hittum við fólk sem maður getur talað við um þetta … Má
bjóða einhverjum meira?
– Já, en hvar er það? Við viljum sjá það, segir loks Pol.
– Þið munuð sjá það, segir Arnol.
– Það sefur mjög mikið, segir Nabel.
– Allan daginn.
– Þá sjáum við það bara sofandi! segir Pol.
– Æ, nei, nei, segir Arnol, fyrst fáum við okkur eftirréttinn hennar
Önu, síðan ljúffengt kaffi. Svo er hún Nabel mín búin að taka fram
nokkur borðspil. Pol, hefurðu gaman af hernaðarspilum?
– En við myndum endilega vilja sjá það sofandi.
– Nei, segir Arnol. – Ég meina, það hefur ekkert upp á sig að sjá það
þannig. Það er hægt að sjá það svoleiðis hvenær sem er.
Pol lítur á mig sem snöggvast og segir:
– Jæja, þá er það bara ábætirinn.
Ég aðstoða Nabel og við tökum diskana af borðinu. Finn síðan kökuna
sem Arnol hafði sett í ísskápinn, set hana á borðið og býst til að skammta
á diskana. Á meðan er Nabel í eldhúsinu og hellir upp á kaffið.
– Er klósett hérna? spyr Pol.
– Ah, klósettið …, segir Arnol og fer aftur fram í eldhús, kannski til
að gá að Nabel, – það er hálfbilað og …
Pol bandar hendinni og reynir að eyða málinu.
– Hvar er það?
Arnol lítur í áttina að ganginum, kannski óviljandi. Þá rís Pol á fætur
og stefnir að ganginum, Arnol stendur líka upp.
– Ég skal fylgja þér.
– Þetta er í lagi, þess þarf ekki, segir Pol kominn áleiðis inn ganginn.
Arnol fer nokkur skref á eftir honum.