Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 48
48
B ó k m e n n ta H át í ð
Kristín Guðrún Jónsdóttir
Um Samöntu Schweblin
Einn höfuðkostur góðs rithöfundar er að geta leitað í bókmenntaarf heima
lands síns en hafa um leið alþjóðlega skírskotun. Það má með sanni segja um
Samöntu Schweblin. Alþjóðastraumar eru allsráðandi í verkum hennar og
viðfangsefnin eru ekki endilega sprottin úr veru
leika heimalandsins sem slíks heldur samtímans
og fólks sem getur verið hvar sem er í heiminum.
Þetta má reyndar segja um marga rithöfunda af
yngri kynslóð frá RómönskuAmeríku sem hafa
þá tilhneigingu að horfa út fyrir landsteinana.
Þekktir höfundar heimalandsins óma í verkum
Schweblin: Jorge Luis Borges, Julio Cortázar,
Adolfo Bioy Casares, Silvina Ocampo, Ana María
Shua og við má bæta Mexíkómanninum Juan
Rulfo sem öll eiga það sammerkt að vera sérstak
lega tengd heimalandi sínu en jafnframt engu sérstöku landi.
Samanta Schweblin fæddist í Argentínu árið 1978. Þrátt fyrir ungan aldur
er hún þegar orðin heimsfræg fyrir verk sín og hefur hlotið fjölda verðlauna.
Hún lagði stund á kvikmyndafræði en sagnalistin hefur alla tíð heillað
hana. Haft er eftir henni hvernig hún naut þess að segja móður sinni sögur
á hverju kvöldi þegar hún var aðeins fimm eða sex ára gömul, en það sem
hvatti hana fram á ritvöllinn voru ekki síst áhrifin sem sögur hennar höfðu
á hlustendur. Fyrsta ritverk Schweblin var smásagnasafnið El núcleo del
disturbio (Kjarni óróans) sem út kom 2002. Árið 2008 sendi hún frá sér annað
safn smásagna, La furia de las pestes (Ofsi plágunnar), sem hlaut Casa de
las Américasverðlaunin. Ári síðar kom sama bók út undir titlinum Pájaros
en la boca (Fuglar í munni). Í þessum verkum kemur fram sérkennilegt og
oft óhugnanlegt andrúmsloft sem svífur yfir sögum hennar og vekur oftar
en ekki óþægindatilfinningu hjá lesanda. Smásögur hennar, sem yfirleitt
eru stuttar og hnitmiðaðar, virðast kannski einfaldar á yfirborðinu, jafnvel
nálgast kvikmyndahandrit en þær leyna á sér. Schweblin, eins og margir rit
höfundar RómönskuAmeríku, laðast að sérkennilegum, óútskýranlegum og
óhugnanlegum fyrirbærum sem geta hvenær sem er komið inn í líf okkar. Í