Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 74
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n
74
Davíð Hörgdal Stefánsson
Svifið með gull frá sólu
Þræðir í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar – síðari hluti
Styrkur Jóhanns Jóhannssonar sem tónskálds var gríðarlega margslunginn
og ein ástæða þess að Hollywood tók honum svo opnum örmum var t.a.m.
sú tilhneiging hans að vera ekki of bókstaflegur og fyrirsjáanlegur; í stað
þess að skrifa kvikmyndatónlist eftir kunnuglegri forskrift og láta hana tjá
viðeigandi tilfinningar með bókstaflegum (og þar með fyrirsjáanlegum)
hætti kafaði Jóhann djúpt í DNAuppbyggingu hverrar kvikmyndar og
vann þaðan. Þetta skapaði hljóðheim sem býður hlustandanum upp á eigin
úrvinnslu á tilfinningunum, í stað þess að þær séu mataðar ofan í hann með
klisjukenndum tónbrellum sem löngu hafa sannað sig. Þessi vinnubrögð má
segja að eigi við allt höfundarverk Jóhanns, allar götur frá Englabörnum, og
allra mögnuðustu augnablikin í tónlist hans birtast okkur þegar snertingin
við þennan kjarna er öflug og þegar sköpunarboginn verður langur og sam
felldur; þegar snerting við einn kjarna nær að flæða náttúrulega og kröftugt
yfir í næsta kjarna og úrvinnslan fléttast saman. Það er þetta sem gerir IBM
1401 og Fordlândia að meistaraverkum; þau hanga saman á sterkri grunn
hugmynd sem lyftir og hliðrast og þróast áður en hún tengir við næstu hug
mynd sem lyftir enn hærra, eins konar tónlistarlegri raðfullnægingu þar sem
unnið er til fulls úr hverjum fasa áður en sá næsti tekur við.
Útgáfa Orphée, þriðju stúdíóplötu Jóhanns Jóhannssonar árið 2016, vakti
hjá mér gríðarlega eftirvæntingu og fyrstu hlustanir á henni eru ógleyman
legar, eins og tæpt var á í fyrri hluta þessarar umfjöllunar. Samt er það svo að
í dag vekur hún blendnar tilfinningar. Þótt Orphée sé á flestan hátt framúr
skarandi og metnaðarfull plata vantar þessa þróun og stigmögnun innan
hvers lags. Platan samanstendur af fimmtán lögum í styttri kantinum (lang
lengst er upphafslagið „Flight From the City“, sex og hálf mínúta) og er því
mun sundurleitari en flest annað í höfundarverki Jóhanns. Hvert lag hefur
svo sannarlega margt með sér, falleg grunnstef og/eða knýjandi dramatík, en
að undanskildu „Flight From the City“ og síðustu þremur lögum plötunnar
eru lögin fálmandi og ekki unnin til fulls. Þá er ekki átt við að þau séu hálf
kláruð af hálfu Jóhanns eða að kastað hafi verið til höndum, heldur að hvert
lag feli í sér kjarna sem fékk ekki að þróast til fulls.
Þegar litið er yfir höfundarverk Jóhanns Jóhannssonar í heild sinni má