Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 74
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n 74 Davíð Hörgdal Stefánsson Svifið með gull frá sólu Þræðir í höfundarverki Jóhanns Jóhannssonar – síðari hluti Styrkur Jóhanns Jóhannssonar sem tónskálds var gríðarlega margslunginn og ein ástæða þess að Hollywood tók honum svo opnum örmum var t.a.m. sú tilhneiging hans að vera ekki of bókstaflegur og fyrirsjáanlegur; í stað þess að skrifa kvikmyndatónlist eftir kunnuglegri forskrift og láta hana tjá viðeigandi tilfinningar með bókstaflegum (og þar með fyrirsjáanlegum) hætti kafaði Jóhann djúpt í DNA­uppbyggingu hverrar kvikmyndar og vann þaðan. Þetta skapaði hljóðheim sem býður hlustandanum upp á eigin úrvinnslu á tilfinningunum, í stað þess að þær séu mataðar ofan í hann með klisjukenndum tónbrellum sem löngu hafa sannað sig. Þessi vinnubrögð má segja að eigi við allt höfundarverk Jóhanns, allar götur frá Englabörnum, og allra mögnuðustu augnablikin í tónlist hans birtast okkur þegar snertingin við þennan kjarna er öflug og þegar sköpunarboginn verður langur og sam­ felldur; þegar snerting við einn kjarna nær að flæða náttúrulega og kröftugt yfir í næsta kjarna og úrvinnslan fléttast saman. Það er þetta sem gerir IBM 1401 og Fordlândia að meistaraverkum; þau hanga saman á sterkri grunn­ hugmynd sem lyftir og hliðrast og þróast áður en hún tengir við næstu hug­ mynd sem lyftir enn hærra, eins konar tónlistarlegri raðfullnægingu þar sem unnið er til fulls úr hverjum fasa áður en sá næsti tekur við. Útgáfa Orphée, þriðju stúdíóplötu Jóhanns Jóhannssonar árið 2016, vakti hjá mér gríðarlega eftirvæntingu og fyrstu hlustanir á henni eru ógleyman­ legar, eins og tæpt var á í fyrri hluta þessarar umfjöllunar. Samt er það svo að í dag vekur hún blendnar tilfinningar. Þótt Orphée sé á flestan hátt framúr­ skarandi og metnaðarfull plata vantar þessa þróun og stigmögnun innan hvers lags. Platan samanstendur af fimmtán lögum í styttri kantinum (lang­ lengst er upphafslagið „Flight From the City“, sex og hálf mínúta) og er því mun sundurleitari en flest annað í höfundarverki Jóhanns. Hvert lag hefur svo sannarlega margt með sér, falleg grunnstef og/eða knýjandi dramatík, en að undanskildu „Flight From the City“ og síðustu þremur lögum plötunnar eru lögin fálmandi og ekki unnin til fulls. Þá er ekki átt við að þau séu hálf­ kláruð af hálfu Jóhanns eða að kastað hafi verið til höndum, heldur að hvert lag feli í sér kjarna sem fékk ekki að þróast til fulls. Þegar litið er yfir höfundarverk Jóhanns Jóhannssonar í heild sinni má
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.