Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 77
S v i F i ð m e ð g U l l F r á S ó l U
77
nokkrum tíðindum að Jennifer Lawrence hefði tekið að sér hlutverk í mynd
þessa sérstaka og gjarnan súrrealíska leikstjóra. Um svipað leyti og tilkynnt
var um brotthvarfið úr Blade Runner 2049 bárust síðan fregnir af því að
Jóhann hefði ákveðið, í samráði við Aronofsky, að nota alls ekki tónlistina
sem hann hafði samið. Samkvæmt ýmsum heimildum kom hugmyndin frá
Jóhanni sjálfum. Þegar Mother! var nánast tilbúin þótti honum tónlistin
einfaldlega vera of mikið fyrir myndina, sannfærði Aronofsky um að sleppa
henni og þess í stað hófust þeir handa við að móta einstaka hljóðmynd, án
eiginlegrar tónlistar.
Fyrir aðdáendur Jóhanns er þarna komið annað mögulegt meistaraverk,
sveipað dulúðarþoku. Eða er Mother! kannski, þegar upp er staðið, strípað
asta listaverk Jóhanns … tónlist án tónlistar? Tónlistin þegar þögnin talar?
Þegar heimurinn tjáir sig? Umhverfishljóð og rafhljóðvinnsla voru jú lengi
lykilþáttur í tónlist Jóhanns; þótt tónlistin í Sicario hafi t.a.m. oft yfir sér staf
rænan blæ lét Jóhann hafa eftir sér að nánast öll hljóðin í þeirri tónlist væru
einfaldlega umhverfishljóð sem unnin væru og bjöguð með stafrænum hætti.
Ýmsir hafa haft á orði hversu mikla hógværð Jóhann hafi þurft að sýna
til að vilja draga sitt eigið sköpunarverk út úr alþjóðlegri stórmynd. Víst er
að ekki hefðu allir listamenn getað leikið þetta eftir, bæði vegna eigingirni
og egós en ekki síður á nýtingarforsendum: Ég fer ekki að henda margra
mánaða vinnu út um gluggann. Í þessari ákvörðun sést glögglega hvernig
Jóhann leit á sig og sitt framlag sem hluta af miklu stærri heild. Hann var alla
tíð mikill kvikmyndaáhugamaður, hafði skýra sýn á kvikmyndalistina og
vissi fátt betra en að ræða um kvikmyndir – þetta hafa ótal vinir og kollegar
staðfest. Á bakvið ákvörðunina um að sleppa tónlistinni úr Mother! stendur
því Listamaðurinn Jóhann Jóhannsson, sá sem veit að heildarbragur lista
verksins er það eina sem skiptir máli.
millispilið í the mercy og maríu magdalenu
Þótt árið 2017 hafi reynst ár þagnarinnar fyrir aðdáendur sat Jóhann langt í
frá aðgerðalaus og afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós að honum látnum.
The Mercy í leikstjórn James Marsh (The Theory of Everything) var frumsýnd
um það leyti sem Jóhann féll frá þann 9. febrúar 2018 og Mary Magdalene
var frumsýnd mánuði síðar. Hvorug þessara mynda féll í kramið hjá gagn
rýnendum né áhorfendum og þær hverfa líklega hljóðlega í gleymskunnar dá,
en aðra sögu er að segja um Mandy, súrrealíska og ofbeldisfulla kvikmynd
grísksænska leikstjórans Panos Cosmatos með Nicolas Cage í aðalhlutverki,
en hún var frumsýnd í september 2018. Mandy er sjónrænt kvikmyndalista
verk, eiginlega engu líkt, og þar tók Jóhann sitt síðasta listræna stökk með
afgerandi beygju frá fyrri stíl og einstökum hljóðheimi.
The Mercy er sönn saga um breska uppfinningamanninn Donald
Crowhurst sem tók þátt í Golden Globesiglingakeppni The Sunday Times