Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 77
S v i F i ð m e ð g U l l F r á S ó l U 77 nokkrum tíðindum að Jennifer Lawrence hefði tekið að sér hlutverk í mynd þessa sérstaka og gjarnan súrrealíska leikstjóra. Um svipað leyti og tilkynnt var um brotthvarfið úr Blade Runner 2049 bárust síðan fregnir af því að Jóhann hefði ákveðið, í samráði við Aronofsky, að nota alls ekki tónlistina sem hann hafði samið. Samkvæmt ýmsum heimildum kom hugmyndin frá Jóhanni sjálfum. Þegar Mother! var nánast tilbúin þótti honum tónlistin einfaldlega vera of mikið fyrir myndina, sannfærði Aronofsky um að sleppa henni og þess í stað hófust þeir handa við að móta einstaka hljóðmynd, án eiginlegrar tónlistar. Fyrir aðdáendur Jóhanns er þarna komið annað mögulegt meistaraverk, sveipað dulúðarþoku. Eða er Mother! kannski, þegar upp er staðið, strípað­ asta listaverk Jóhanns … tónlist án tónlistar? Tónlistin þegar þögnin talar? Þegar heimurinn tjáir sig? Umhverfishljóð og rafhljóðvinnsla voru jú lengi lykilþáttur í tónlist Jóhanns; þótt tónlistin í Sicario hafi t.a.m. oft yfir sér staf­ rænan blæ lét Jóhann hafa eftir sér að nánast öll hljóðin í þeirri tónlist væru einfaldlega umhverfishljóð sem unnin væru og bjöguð með stafrænum hætti. Ýmsir hafa haft á orði hversu mikla hógværð Jóhann hafi þurft að sýna til að vilja draga sitt eigið sköpunarverk út úr alþjóðlegri stórmynd. Víst er að ekki hefðu allir listamenn getað leikið þetta eftir, bæði vegna eigingirni og egós en ekki síður á nýtingarforsendum: Ég fer ekki að henda margra mánaða vinnu út um gluggann. Í þessari ákvörðun sést glögglega hvernig Jóhann leit á sig og sitt framlag sem hluta af miklu stærri heild. Hann var alla tíð mikill kvikmyndaáhugamaður, hafði skýra sýn á kvikmyndalistina og vissi fátt betra en að ræða um kvikmyndir – þetta hafa ótal vinir og kollegar staðfest. Á bakvið ákvörðunina um að sleppa tónlistinni úr Mother! stendur því Listamaðurinn Jóhann Jóhannsson, sá sem veit að heildarbragur lista­ verksins er það eina sem skiptir máli. millispilið í the mercy og maríu magdalenu Þótt árið 2017 hafi reynst ár þagnarinnar fyrir aðdáendur sat Jóhann langt í frá aðgerðalaus og afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós að honum látnum. The Mercy í leikstjórn James Marsh (The Theory of Everything) var frumsýnd um það leyti sem Jóhann féll frá þann 9. febrúar 2018 og Mary Magdalene var frumsýnd mánuði síðar. Hvorug þessara mynda féll í kramið hjá gagn­ rýnendum né áhorfendum og þær hverfa líklega hljóðlega í gleymskunnar dá, en aðra sögu er að segja um Mandy, súrrealíska og ofbeldisfulla kvikmynd grísk­sænska leikstjórans Panos Cosmatos með Nicolas Cage í aðalhlutverki, en hún var frumsýnd í september 2018. Mandy er sjónrænt kvikmyndalista­ verk, eiginlega engu líkt, og þar tók Jóhann sitt síðasta listræna stökk með afgerandi beygju frá fyrri stíl og einstökum hljóðheimi. The Mercy er sönn saga um breska uppfinningamanninn Donald Crowhurst sem tók þátt í Golden Globe­siglingakeppni The Sunday Times
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.