Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 101
m o r g U n n á kó n g S H ó l m i 101 landinu. Þar virtist hann þó hafa unað hlutskipti sínu bærilega hartnær sex áratugi, og aðfinnslur hans minntu meira á umvandanir góðs kennara, sem koma vill öllum nemendum sínum til nokkurs þroska, en refsigleði harð­ stjórans. Hann kann líka að hafa borið nokkurn ugg í brjósti um hvert stefndi í heimi á hvörfum, því þetta var á fimmta ári Sýrlandsstríðsins sem stendur enn, ári þjóðflutninganna miklu í nýjum stíl, ári flóttans sem heimsbyggðin hafði aldrei séð slíkan í manna minnum eða staðið frammi fyrir hvernig bregðast ætti við. Ári stríðs, hörmunga og hryðjuverka víða um lönd þar sem misjafnar minningar vöknuðu af dvala og barist var við drauga fortíðar og nútíðar í senn. Ári þegar margar þjóðir máttu líta í eigin barm, væri spurt um samspil orsaka og afleiðinga ellegar hvers eða hverra væri sökin. vii Hugur einn það veit hvað trjágarðsverðinum fannst um þetta allt, en ég hugs­ aði mitt. Okkar gamla Evrópa hefur margt á samviskunni sem hún getur ekki firrt sig ábyrgð á andspænis öðrum heimshlutum þegar hún horfist í augu við sjálfa sig í spegli sögunnar. Þaðan fær hún nú yfir sig holskeflu flóttafólks sem hvergi vill þó fremur vera sem stendur en í þessari sömu Evrópu – því norðar, þeim mun betra – og fórnar til þess lífi sínu að komast þangað. Það vill burt, frá stríðsglæpum og hryðjuverkum voldugra stórþjóða og fylgi­ ríkja þeirra sem sjá ekki bjálkann í eigin auga – eða samlanda sinna og eigin stjórnarherra sem einskis svífast í blóðugu borgarastríði sem gerir þeim sem flýja ólíft heima fyrir í slóð dauða og eyðileggingar. Við stóðum í garðinum nokkrum vikum eftir að mynd af þriggja ára sýr­ lenskum snáða sem lá drukknaður á grúfu í fjörusandinum á strönd Tyrk­ lands fór sem eldur í sinu um flesta fréttamiðla heims og varð á augabragði táknmynd allra þeirra barna sem hurfu í öldur Miðjarðarhafsins eða rak upp í flæðarmál við strendur Eyjahafs. Við sitjum uppi með Evrópu óvissunnar, gamla og nýja, til góðs eða ills hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hún er í senn dýflissa sögunnar og vonarland. Var okkur ekki kennt að Grikkland væri „vagga vestrænnar menningar“ og Rómarréttur undirstaða réttarkerfis okkar og stjórnlaga? Vitanlega hafa áhrif borist miklu lengra og víðar að, en skyldu ekki æðimargar mótandi hugmyndir okkar hér norður frá og raunar fólks um allar álfur vera komnar sunnan að, í heimspeki og stjórnmálum, trúarbrögðum, listum og vísindum? Mér varð hugsað til þess hve margt Norðurlönd hafa þegið með vorvindum suðursins yfir alda haf, hve margt sem við vildum ekki fyrir nokkurn mun glata. Eða var kannski hætta á því? Hvað bíður þess heims sem verið hefur okkar sem tilviljunin leiddi saman þennan morgun í Stokkhólmi – og okkar kynslóðar? Vorum við leifar liðins tíma og héldum dauðahaldi í horfinn heim, lokaðir inni í litlum garði sem gat sem hægast verið heimurinn allur í smækkaðri mynd í gleði sinni og harmi, stríði og friði? Ég neitaði að trúa því að hann ætti sér ekki viðreisnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.