Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 102
H J ö r t U r pá l S S o n 102 von á breytingatímum og styrktist í þeirri afneitun þegar fundum okkar verndara lystigarðsins bar saman og ég fékk að sjá og heyra hve sú fornhelga ræktaða Evrópumenning sem hann var fulltrúi fyrir og mótandi lífsviðhorf hennar stóð djúpum rótum í huga hans og fari. Hann kunni sína goða­ og grasafræði, svo enginn kom hjá honum að tómum kofanum. Allan þennan farangur flutti hann með sér úr átthögum sínum á norðurslóðir og sagði og sýndi mér margt. Steinstólparnir í girðingunni götumegin enduðu efst í steyptum blóma­ kerum með kúf af auðþekktum suðrænum ávöxtum sem málaðir voru í við­ eigandi litum. „Það ganga margir framhjá án þess að taka eftir þeim,“ sagði hann. Þótt ekki sæi til sólar nutu litirnir sín vel. Engu var líkara en blárauðar þrúgurnar í vínberjaklasanum héngju enn á runnanum. Trjágarðsvörðurinn tók fram að sitt hvað væri að sjá garðinn að sumri og vetri. Áður en hann legðist að væru viðkvæmustu stytturnar og gripirnir, sem hættast er við veðrun eða öðrum skemmdum, tekin niður og flutt í geymslu uns aftur vorar. Um leið sá ég fyrir mér garðinn í sumarskrúði. viii Allar styttur eru komnar á þá stalla sem nú stóðu auðir meðfram stígunum, og gylltir ástarenglar með amorsboga og örvar og fleira smáfólk lífgar upp á sína staði. Goðverur fornaldar skarta marmarahvítar undir lauftrjánum sem í vetur teygðu fálmandi greinar til himins, svört og hnípin, en baðast nú á víxl sól og sumarregni. Fyrir litskrúðinu sjá blóm og runnar, plöntur og trjá­ tegundir, nokkrar þeirra sjaldséðar eða langt að komnar á þessum breiddar­ gráðum. Undir regnboganum fella niðandi gosbrunnar einn og einn dropa á gylltan engil eða malarstíg við flugnasuð og fuglasöng í trjánum. iX Eftir að ég kvaddi leiðsögumann minn skoðaði ég mig enn einu sinni um í garðinum góða stund. Á leiðinni út rakst ég á Bakkus skorðaðan og sofandi í skugga milli trés og runna. Hann lá þar nokkuð brotinn og laskaður með þurrkuna og vínkerið í handarkrikanum. Líklega hefur hann sofnað þarna eftir síðustu svallveislu sem þó var nokkuð langt um liðið, því mosagrænan var víða farin að þekja líkama hans. Ég leit við um leið og ég gekk út um hliðið. Lystigarðsvörðurinn, vinur minn, var enn að raka saman laufinu. Hann hélt áfram að rækta garðinn sinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.