Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 111
H U g v e k J U r 111 vera notalega drukkin og í kringum þau, á sófanum og nánast í fangi þeirra, höfðu þrjár konur hringað sig makinda­ lega eins og kettir. Andspænis þeim sátu svo prúðir gestir á stólum og störðu stjörnustjarfir á þau um leið og þeir reyndu að láta sem stundin væri hin hversdagslegasta. Gestgjafinn var þó nokkuð á iði, smeykur um að rauðvín drypi úr glösum kattakvennanna á mjallhvíta mottuna. Þarna sat ég um stund og naut reykvísku næturinnar áður en ég fór út á Umferðarmiðstöð í flugvallarrútuna til að hefja ferðina til Kaupmannahafnar.  Ég sofnaði í rútunni, svaf í f lugvél­ inni og hélt áfram að sofa um leið og ég kom inn á heimili mitt á Norðurbrú. Síðan rankaði ég við mér um þrjúleytið að dönskum tíma og fannst að mig hefði dreymt þetta undarlega boð. Kattakon­ urnar, hvítu mottuna og svipsterk en fínlega limalöng hjónin. Stundum veit ég ekki hvað mig hefur dreymt og hvað ég hef lesið í skáldsögu, en þessi stund var bæði draumur og skáldskapur. Ég steig út í danskan daginn – sem virtist svo ofur hversdagslegur í samanburði við nýliðna viku á Bókmenntahátíð í Reykjavík – og hjólaði út í antíkvaríat á Austurbrú þar sem ég vann stundum. Heilsaði upp á hippalegan eigandann og þáði rúgbrauð með síld og flöskubjór. Þegar ég sagði honum frá atburðum næturinnar brosti hann vantrúaður út í annað, eins og hann gerði ráð fyrir að ég hefði fengið mér einum of mikið neðan í því kvöldið áður, og fór svo að sortera bækur, nóg af þvældum gömlum bókum eftir hjónin í búðinni hans. Þannig lauk þessari sögu.  Seinna sá ég þau reyndar á bók­ menntahátíð í Kaupmannahöfn, þá sat fólk í opnu rými í Húsinu, skammt frá Strikinu, þegar þau gengu þar í gegn, léttstíg og limalöng, í takt, og meðvit­ undin um veru þeirra varð áþreifanleg, þykkari en loftið þegar allt þagnaði og fólk rembdist við að láta sem ekkert væri. Umbreytingarkraftur Bókmenntahátíðar Þessi tiltekna Bókmenntahátíð er reynd­ ar með þeim eftirminnilegri, mig minn­ ir að hún hafi verið haustið 2005. Einn heimsfrægi höfundurinn, fyrrum fjár­ hættuspilari, týndist og heyrðist síðast til hans í kaupfélaginu í Borgarnesi á leið í partí – ef ég man rétt.  Margaret Atwood var líka á þessari hátíð og það varð til þess að ég las The Handmaid’s Tale strax eftir komuna til Köben og, af einhverjum ástæðum, líka skáldsöguna Never let me go eftir Kazuo Ishiguro. Kannski var mælt með henni einhvers staðar í sömu mund og bók Atwood. Þannig breytti þessi vika mér til frambúðar, bækurnar þöndu út hugarheiminn, ég varð aldrei söm eftir að hafa lesið þessar tvær bækur í sömu vikunni.  Og það er merkilegasta sagan við Bókmenntahátíð; hvernig einn gest eða eina bók rekur á fjörur manns og umbreytir manni svo að lífið verður í öðrum litum en áður. Setningar ein­ hverra gesta sitja kannski í höfði manns og poppa upp með reglulegu millibili í nýju og nýju samhengi.  Mér er minnisstætt þegar Steinunn Sigurðardóttir ræddi við þá verðandi nóbelsverðlaunahafa Svetlönu Alexie­ vich í Norræna húsinu um fagurfræðileg heimildaverk hennar af hamfarasvæð­ um. Svetlana var að tala um hryðju­ verkamenn og sagði eitthvað á þá leið að allir sem hún hefði talað við og framið hefðu ódæði með pólitískum hryðju­ verkum segðu að þeir hefðu gert það í góðri trú. Til að bæta heiminn.  Þessi orð hennar, eins og ég man þau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.