Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 112
H U g v e k J U r 112 – vonandi nokkurn veginn rétt höfð eftir henni – leita oft á mig þegar ég les fréttir af slíkum voðaverkum. Ég veit ekki af hverju eða hvaða þýðingu þau hafa beinlínis fyrir mig en þau sitja þarna ennþá.  Eins hef ég stundum vitnað í orð Harukis Murakami sem sagði einhvers staðar, eftir heimsókn sína á Bók­ menntahátíð, að Reykjavík væri borg kattanna. Hann hafði, minnir mig, farið í göngutúr um gamla Vesturbæinn og séð ketti sitja fyrir framan hvert hús eins og steypt ljón við hofinngang. Síðan geng ég varla gamla Vesturbæinn án þess að sjá kettina með augum Mura­ kamis.  Þannig eru þessir höfundar ekki bara að segja frá bókunum sínum á meðan þeir dvelja hér, þeir ljá okkur augu sín; eignast sjálfir og búa til nýjar sögur í veruleika okkar og hafa áhrif á það hvernig við skynjum umhverfi okkar. vonnegut og hveitið Eina skondnustu söguna hef ég þó frá ömmu minni, Auði Laxness heitinni. Þegar hún bjó á Gljúfrasteini var stund­ um komið með gesti Bókmenntahátíðar þangað, rétt eins og þeir heimsækja safnið í dag. Einn daginn bað móður­ systir mín, sem býr í húsi við hlið Gljúfrasteins, eiginmann sinn um að skjótast yfir og fá lánað hveiti í sósu. Eiginmaður hennar er alinn upp í Bandaríkjunum og eitt af átrúnaðargoð­ um hans – ef hann á þá fleiri en umrætt – í lífinu er Kurt Vonnegut. Í gegnum tíðina hafði hann óspart vitnað í bækur hans og jafnvel fundið einhvers konar guð í honum.  Nú, eiginmaðurinn skottast þetta á milli húsa með krukku til að fá í hveiti, fer inn bakdyramegin, í gegnum kjallara hússins, og upp í eldhús til ömmu minnar. Þar er hún að kokka kaffi, hin kátasta, í miðjum samræðum við skemmtilegan mann. Það var Kurt Vonnegut. Eiginmanni frænku minnar, manni sem verður aldrei orða vant, enda með kjaftaglaðari mönnum, verður svo mikið um að hann stendur þarna stjarfur. Loks tekst honum að muldra: Berðu nafnið þitt fram með enskri eða þýskri áherslu – Vooonnegut eða Vffonnegut? Ég er ekki Þjóðverji, sagði Vonnegut.  Hann var reyndar af þýskum ættum en gott ef hann var ekki handtekinn af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni – svo kannski var spurningin viðkvæm. Og í sjálfu sér er fengur fyrir Bók­ menntahátíð að fá hingað gest sem hafði barist í seinni heimsstyrjöldinni. En eig­ inmaður frænku minnar fékk hveitið og staulaðist með það heim. thor fagnar okkur Vera sumra þessara gesta hér, í hvers­ degi okkar, býr í sjálfu sér yfir einhvers konar fáránleika. Eins og áður sagði hafa sumir þeirra haft áhrif á hugar­ heim okkar, skynjun, pólitískar skoðan­ ir, fagurfræði og húmor – ýmislegt sem gerir okkur að okkur. Eins og fjarlægir foreldrar sem hafa miðlað sínu til manns. Guðir.  Svo eru þeir allt í einu hérna.  Fólk sem okkur fannst varla vera til nema í þessu samtali hugarheimsins við það. Nánast eins og jólasveinninn eða Jesús.  Á hverri Bókmenntahátíð verður manni hugsað til gestanna sem maður sá og heyrði á fyrri hátíðum. Þeir sem hafa komið eru og verða ávallt hluti af Bókmenntahátíðinni.  Það á líka við um látna Íslendinga. Þegar ég stíg inn á viðburð á vegum Bókmenntahátíðar finnst mér Thor Vil­ hjálmsson alltaf vera þar einhvers stað­ ar. Hann stendur í anddyri Norræna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.