Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 115
H U g v e k J U r 115 ness, var á sama máli – hann komst síðar svo að orði að hann hefði alltaf öfundað Magnús af því að hafa verið „settur í tukthús fyrir ritsnilld“. En dag­ inn eftir að Magnús fór í steininn skrif­ aði Halldór pistil í Þjóðviljann um mál hans og tók þá svo djúpt í árinni að segja að Magnús væri einn þeirra manna „sem ævinlega hefur borið nauð­ syn til að til væru hér á Íslandi til þess að hægt væri að lifa í landinu.“ Þetta fór allt vel. Magnús átti sam­ kvæmt úrskurði Bjarna Benediktssonar dómsmálaráðherra að sitja af sér hundr­ að krónur á dag þar til fullgreidd væri 7200 króna meiðyrðasekt. En Magnús sat aðeins inni í fjóra daga. Sá ágæti listamaður Gunnlaugur Scheving kom upp á Þjóðvilja með stórt málverk af sjó­ mönnum í róðri og gaf blaðinu til að það yrði selt og Magnús leystur úr haldi. En til þess kom aldrei. Dagsbrúnarmenn við höfnina höfðu á fjórða degi safnað 7515 krónum og leystu ritstjóra sinn úr prísundinni. Meira en svo: aðrir vin­ samlegir menn höfðu þá þegar komið með 7270 krónur á blaðið eða heim til Magnúsar, svo alls hafði safnast meira en tvöföld sektarupphæðin. Málverk Schevings varð eftir sem fegursta eign fátæks blaðs og hékk uppi á vegg þar sem gengið var inn á ritstjórn svo lengi sem blaðið var til. Dómar yfir Magnúsi og öðrum sem skráðir voru ábyrgðarmenn blaðsins byggðu einatt á þeirri skrýtnu lagaform­ úlu að ásakanir eða aðdróttanir í garð manna væru refsiverðar „þótt sannar reynist“ (þ.e.a.s. þótt í raun væri verið að segja satt) – ef þær væru bornar fram með óviðeigandi hætti. Eftir þetta mál var sjaldnar gripið til þessara ákvæða í lögum. Og Magnús sagði svo sjálfur frá að hann hefði eftir þessa uppákomu breytt nokkuð um stílbrögð. Hann hefði tekið upp þann sið að hrósa andstæð­ ingum sínum í stað þess að skjóta á þá, en gerði það með því að bera á þá lof sem í raun var háð, kallaði menn gjarna mannvitsbrekkur, snillinga og þar fram eftir götum. Þessi aðferð kom oft fram í þeim daglegu pistlum sem hann nefndi Frá degi til dags og gerðu Magnús að meiri frægðarmanni í sögu íslenskrar blaðamennsku en flest annað. Frá degi til dags voru gagnorðar ádrepur að gefnu tilefni, svo hvassar einatt og níðangurslegar að þeir sem fyrir þeim urðu ærðust af reiði. Morg­ unblaðið kallaði Magnús fyrir þessi skrif „huglausa rógtungu“ og Vísir taldi ekk­ ert sóðalegra í íslenskum blöðum, enda væru pistlarnir fullir með „hatur, öfund, níð og róg“. Sjálfum fannst mér að þessir pistlar væru – eins og reyndar margir leiðarar Magnúsar og lengri greinar – frábær kennsludæmi í því hvernig hægt er að láta hvert orð í texta draga upp hægt og bítandi ritlistarboga sem skyndilega er skotið af í síðustu setning­ unni. Frægt dæmi er pistill um Vilhjálm Þór, forstjóra SÍS, sem Þjóðviljinn hafði oft flengt fyrir útrásarglæfra og inn­ flutningssvindl ýmiss konar. Þetta var nálægt páskum. Vilhjálmur hafði skömmu áður fengið fálkaorðuna og pistlinum lauk á þessari frægu setningu: „Áður voru ræningjar festir á krossa, nú eru krossar festir á ræningja.“ Og pistli um Gunnar Thoroddsen, sem alltaf hafði fengið hvert embætti og hverja upphefð sem hann kærði sig um, lauk Magnús með því að snúa fimlega út úr frægum orðum Jóns biskups Ögmundssonar um Ísleif Gissurarson níu öldum fyrr: „Þá kemur mér hann í hug þegar ég heyri góðs manns getið.“ En um Gunnar sagði Magnús: „Þá kemur mér hann í hug er ég heyri lausr­ ar stöðu getið.“ Þessi dæmi minna á eitt helsta ein­ kenni skrifa Magnúsar: hann nýtti sér af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.