Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 115
H U g v e k J U r
115
ness, var á sama máli – hann komst
síðar svo að orði að hann hefði alltaf
öfundað Magnús af því að hafa verið
„settur í tukthús fyrir ritsnilld“. En dag
inn eftir að Magnús fór í steininn skrif
aði Halldór pistil í Þjóðviljann um mál
hans og tók þá svo djúpt í árinni að
segja að Magnús væri einn þeirra
manna „sem ævinlega hefur borið nauð
syn til að til væru hér á Íslandi til þess
að hægt væri að lifa í landinu.“
Þetta fór allt vel. Magnús átti sam
kvæmt úrskurði Bjarna Benediktssonar
dómsmálaráðherra að sitja af sér hundr
að krónur á dag þar til fullgreidd væri
7200 króna meiðyrðasekt. En Magnús
sat aðeins inni í fjóra daga. Sá ágæti
listamaður Gunnlaugur Scheving kom
upp á Þjóðvilja með stórt málverk af sjó
mönnum í róðri og gaf blaðinu til að
það yrði selt og Magnús leystur úr haldi.
En til þess kom aldrei. Dagsbrúnarmenn
við höfnina höfðu á fjórða degi safnað
7515 krónum og leystu ritstjóra sinn úr
prísundinni. Meira en svo: aðrir vin
samlegir menn höfðu þá þegar komið
með 7270 krónur á blaðið eða heim til
Magnúsar, svo alls hafði safnast meira
en tvöföld sektarupphæðin. Málverk
Schevings varð eftir sem fegursta eign
fátæks blaðs og hékk uppi á vegg þar
sem gengið var inn á ritstjórn svo lengi
sem blaðið var til.
Dómar yfir Magnúsi og öðrum sem
skráðir voru ábyrgðarmenn blaðsins
byggðu einatt á þeirri skrýtnu lagaform
úlu að ásakanir eða aðdróttanir í garð
manna væru refsiverðar „þótt sannar
reynist“ (þ.e.a.s. þótt í raun væri verið
að segja satt) – ef þær væru bornar fram
með óviðeigandi hætti. Eftir þetta mál
var sjaldnar gripið til þessara ákvæða í
lögum. Og Magnús sagði svo sjálfur frá
að hann hefði eftir þessa uppákomu
breytt nokkuð um stílbrögð. Hann hefði
tekið upp þann sið að hrósa andstæð
ingum sínum í stað þess að skjóta á þá,
en gerði það með því að bera á þá lof
sem í raun var háð, kallaði menn gjarna
mannvitsbrekkur, snillinga og þar fram
eftir götum. Þessi aðferð kom oft fram í
þeim daglegu pistlum sem hann nefndi
Frá degi til dags og gerðu Magnús að
meiri frægðarmanni í sögu íslenskrar
blaðamennsku en flest annað.
Frá degi til dags voru gagnorðar
ádrepur að gefnu tilefni, svo hvassar
einatt og níðangurslegar að þeir sem
fyrir þeim urðu ærðust af reiði. Morg
unblaðið kallaði Magnús fyrir þessi skrif
„huglausa rógtungu“ og Vísir taldi ekk
ert sóðalegra í íslenskum blöðum, enda
væru pistlarnir fullir með „hatur, öfund,
níð og róg“. Sjálfum fannst mér að þessir
pistlar væru – eins og reyndar margir
leiðarar Magnúsar og lengri greinar –
frábær kennsludæmi í því hvernig hægt
er að láta hvert orð í texta draga upp
hægt og bítandi ritlistarboga sem
skyndilega er skotið af í síðustu setning
unni. Frægt dæmi er pistill um Vilhjálm
Þór, forstjóra SÍS, sem Þjóðviljinn hafði
oft flengt fyrir útrásarglæfra og inn
flutningssvindl ýmiss konar. Þetta var
nálægt páskum. Vilhjálmur hafði
skömmu áður fengið fálkaorðuna og
pistlinum lauk á þessari frægu setningu:
„Áður voru ræningjar festir á krossa, nú
eru krossar festir á ræningja.“
Og pistli um Gunnar Thoroddsen,
sem alltaf hafði fengið hvert embætti og
hverja upphefð sem hann kærði sig um,
lauk Magnús með því að snúa fimlega út
úr frægum orðum Jóns biskups
Ögmundssonar um Ísleif Gissurarson
níu öldum fyrr: „Þá kemur mér hann í
hug þegar ég heyri góðs manns getið.“
En um Gunnar sagði Magnús: „Þá
kemur mér hann í hug er ég heyri lausr
ar stöðu getið.“
Þessi dæmi minna á eitt helsta ein
kenni skrifa Magnúsar: hann nýtti sér af