Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 118
H U g v e k J U r
118
göfugum áhugamálum. Eða eins og
Halldór Laxness lætur alþýðukór syngja
í Dúfnaveislunni:
En bíleigendur og betra fólk í dag
við byrjum list og menning klukkan
fimm.
Gáum að því að „eðlilegar þarfir“ eru
sífellt á hreyfingu. Það sem er lúxus
fyrir efnað fólk í dag er nauðsyn fyrir
alla á morgun. Það var reyndar ljóst
orðið fyrir löngu um alla Evrópu, að um
leið og verkalýðsflokkur náði verulegum
árangri í kjarabaráttu, með meiri kaup
mætti launa, lengra orlofi, ellilaunum og
fleiru, dró jafnt og þétt úr áhuga „hins
vinnandi manns“ á einhvers konar bylt
ingu, á gjörbreytingu á þjóðfélagi og
lífsháttum. Út af þessu spratt með
ýmsum hætti eilíft sundurlyndi í vinstri
hreyfingum. Þeir sem töldu allt ónýtt
nema sósíalismann sjálfan sáu svik og
hentisemi í öllu samstarfi við borgara
lega flokka. Aðrir óttuðust mest að öll
alþýða yrði smám saman að neysluglöð
um smáborgurum. Enn aðrir sögðu:
kjarabæturnar eru það sem allir helst
vilja. Hér kemur það og til að róttækir
vinstrimenn höfðu margir hverjir haft
mikið fyrir sinni sannfæringu, kannski
fórnað fyrir hana starfsframa og fleiru –
því ekkert var algengara en menn væru
sniðgengnir eða útilokaðir frá störfum
fyrir það að vera opinskátt sósíalistar
eða djöfuls kommar eins og oftast var
sagt. Þess vegna reyndust róttækir
vinstrimenn einatt þráir og þrjóskir, ef
ekki ofstækisfullir, þegar verja þurfti
þeirra eigin persónulega tilbrigði við
pólitíska hugsun og stefnu.
Magnús var sjálfur talinn „alræmdur
mannasættir“ – en það var hægara sagt
en gert að sætta ótal andstæð sjónarmið
í hreyfingunni. Auðvitað hlaut hann að
dragast inn í þetta sundurlyndi líka og
þar með eilíf átök um menn í framboð,
um stjórnarsamstarf eða ekki stjórnar
samstarf, um klofning og málamiðlanir,
Hannibalisma og trotskíisma, um nor
ræna sósíaldemókrata sem fyrirmynd
ellegar byltingarhreyfingar í þriðja
heiminum og rómantík sem henni
fylgdi.
Sjálfur reyndi hann að spinna saman
úr ýmsum andstæðum heildarviðhorf
sem að gagni mætti koma, bæði honum
sjálfum og svo vinstrihreyfingu í bráð
og lengd. Magnús var raunsæismaður í
jarðsambandi og tók þátt í því sem
sumir kölluðu með fyrirlitningu „ráð
herrasósíalismi“ – og vann sem slíkur
að merkum kjarabótum og umbótum í
anda norræns sósíaldemókratisma.
Hann var ráðherra heilbrigðismála og
iðnaðar á árunum 1971–1974. Hann átti
í deilum við ungt fólk í ystavinstrinu
sem vildi byltingu og engar refjar og
honum fannst tómt mál um slíkt að tala
í sæmilega stöddu velferðarríki. En
hann gat líka lent í deilum við samherja
í verkalýðspólitík þegar honum fannst
menn opna of frekt á neysluhyggju sem í
reynd gerði fólk að sundruðum og
kvartsárum smáborgurum. Hann taldi
þarft að vinna að því að gera mannlífið
heima fyrir betra og réttlátara skref
fyrir skref – en hann vildi líka eiga
aðgang að rómantík baráttunnar í
ýmsum löndum langt úti í heimi, sér til
pólitískrar áminningar og hressingar.
Það er þess vegna sem hann heimsótti
tvö ung byltingarþjóðfélög, Kúbu og
Víetnam, og fann þar margt sem hann
hreifst af og skrifaði um báðar byltingar
bækur. Þar kemur vel fram að bæði
tengir Magnús vonir við að í þessum
löndum að minnsta kosti sé að fæðast
sósíalismi sem verði allt öðruvísi en sá
sem hafði þróast í Sovétríkjunum – um
leið hrífst hann sem þjóðernissinnaður
smáþjóðarmaður mjög af bæði Fidel