Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 118
H U g v e k J U r 118 göfugum áhugamálum. Eða eins og Halldór Laxness lætur alþýðukór syngja í Dúfnaveislunni: En bíleigendur og betra fólk í dag við byrjum list og menning klukkan fimm. Gáum að því að „eðlilegar þarfir“ eru sífellt á hreyfingu. Það sem er lúxus fyrir efnað fólk í dag er nauðsyn fyrir alla á morgun. Það var reyndar ljóst orðið fyrir löngu um alla Evrópu, að um leið og verkalýðsflokkur náði verulegum árangri í kjarabaráttu, með meiri kaup­ mætti launa, lengra orlofi, ellilaunum og fleiru, dró jafnt og þétt úr áhuga „hins vinnandi manns“ á einhvers konar bylt­ ingu, á gjörbreytingu á þjóðfélagi og lífsháttum. Út af þessu spratt með ýmsum hætti eilíft sundurlyndi í vinstri hreyfingum. Þeir sem töldu allt ónýtt nema sósíalismann sjálfan sáu svik og hentisemi í öllu samstarfi við borgara­ lega flokka. Aðrir óttuðust mest að öll alþýða yrði smám saman að neysluglöð­ um smáborgurum. Enn aðrir sögðu: kjarabæturnar eru það sem allir helst vilja. Hér kemur það og til að róttækir vinstrimenn höfðu margir hverjir haft mikið fyrir sinni sannfæringu, kannski fórnað fyrir hana starfsframa og fleiru – því ekkert var algengara en menn væru sniðgengnir eða útilokaðir frá störfum fyrir það að vera opinskátt sósíalistar eða djöfuls kommar eins og oftast var sagt. Þess vegna reyndust róttækir vinstrimenn einatt þráir og þrjóskir, ef ekki ofstækisfullir, þegar verja þurfti þeirra eigin persónulega tilbrigði við pólitíska hugsun og stefnu. Magnús var sjálfur talinn „alræmdur mannasættir“ – en það var hægara sagt en gert að sætta ótal andstæð sjónarmið í hreyfingunni. Auðvitað hlaut hann að dragast inn í þetta sundurlyndi líka og þar með eilíf átök um menn í framboð, um stjórnarsamstarf eða ekki stjórnar­ samstarf, um klofning og málamiðlanir, Hannibalisma og trotskíisma, um nor­ ræna sósíaldemókrata sem fyrirmynd ellegar byltingarhreyfingar í þriðja heiminum og rómantík sem henni fylgdi. Sjálfur reyndi hann að spinna saman úr ýmsum andstæðum heildarviðhorf sem að gagni mætti koma, bæði honum sjálfum og svo vinstrihreyfingu í bráð og lengd. Magnús var raunsæismaður í jarðsambandi og tók þátt í því sem sumir kölluðu með fyrirlitningu „ráð­ herrasósíalismi“ – og vann sem slíkur að merkum kjarabótum og umbótum í anda norræns sósíaldemókratisma. Hann var ráðherra heilbrigðismála og iðnaðar á árunum 1971–1974. Hann átti í deilum við ungt fólk í ystavinstrinu sem vildi byltingu og engar refjar og honum fannst tómt mál um slíkt að tala í sæmilega stöddu velferðarríki. En hann gat líka lent í deilum við samherja í verkalýðspólitík þegar honum fannst menn opna of frekt á neysluhyggju sem í reynd gerði fólk að sundruðum og kvartsárum smáborgurum. Hann taldi þarft að vinna að því að gera mannlífið heima fyrir betra og réttlátara skref fyrir skref – en hann vildi líka eiga aðgang að rómantík baráttunnar í ýmsum löndum langt úti í heimi, sér til pólitískrar áminningar og hressingar. Það er þess vegna sem hann heimsótti tvö ung byltingarþjóðfélög, Kúbu og Víetnam, og fann þar margt sem hann hreifst af og skrifaði um báðar byltingar bækur. Þar kemur vel fram að bæði tengir Magnús vonir við að í þessum löndum að minnsta kosti sé að fæðast sósíalismi sem verði allt öðruvísi en sá sem hafði þróast í Sovétríkjunum – um leið hrífst hann sem þjóðernissinnaður smáþjóðarmaður mjög af bæði Fidel
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.