Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 127
U m S a g n i r U m B æ k U r 127 urnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíu- skip. Margt hefur verið ritað um þessa glæsilegu innkomu og því hef ég ekki mörg orð um það hér. Haustið 2018 kom út önnur skáldsaga hans, Krossfiskar. Af þessu má vera ljóst að afköst Jónasar eru gríðarleg, hann er duglegur höfundur og hefur sjálfur haft orð á því að hann eigi sér „ekkert líf annað en að skrifa“.1 Krossfiskar er mjög sérstakt bókmenntaverk, hún er einhver tilraunakenndasta skáldsaga síðasta árs, þar sem tækni og stíl er beitt til þess að skapa dularfulla lestrarupp­ lifun. Stutt millilending í raunsæinu Millilending fjallaði um Maríu, 22 ára konu á krossgötum. Í bókinni er brugð­ ið upp mynd af „kvartaldarkrísunni“ sem eilífðarunglingar aldamótakynslóð­ arinnar standa frammi fyrir þegar þau neyðast til að velja sér braut í lífinu. Sagan var raunsæ og talaði beint til þeirrar kynslóðar sem hún fjallar um. Krossfiskar fjallar einnig um stefnu­ lausan ungan einstakling. Þar með eru líkindi þessara bóka svo gott sem afgreidd, ef undan eru skilin augljós höfundareinkenni eins og stíll og húmor. Í Krossfiskum er raunsæinu varpað fyrir róða. Sagan segir frá unga iðjuleys­ ingjanum Daníel. Hann er ekki í vinnu, hann er ekki í skóla, hann á fáa vini og gerir sér ekkert til dundurs. Hann býr í íbúð sem mamma hans á og borgar enga leigu, þar sem hann hefur engar tekjur. Þetta stefnuleysi virðist ekki valda honum miklu hugarangri, hann á ekki erfitt með að velja sér braut því hann hefur ekki áhuga á að gera neitt. Daníel er ekki virk söguhetja, hann er á valdi örlaganna. Hann grípur sjaldan til aðgerða og atburðarásin í sögunni stjórnast frekar af tilviljunum og inn­ gripum annarra en af hans eigin ákvörðunum. Dag einn fær Daníel tvö dularfull símtöl. Annað er frá Tryggva, gömlum skólafélaga, sem ber þungar sakir upp á hann. Hitt er frá lögreglunni, þar sem Daníel er tilkynnt að einhver hafi klesst á bílinn hans. Forvitni lesandans er undir eins vakin, upphafið er líkt og upphaf á spennusögu: Hvað eiga þessir undarlegu atburðir að fyrirstilla og mun Daníel ná að leysa gátuna? Sagan hefst á hefðbundnum nótum en fljótlega verður ljóst að heimur sög­ unnar er talsvert undarlegri og óáreið­ anlegri en á horfðist í fyrstu, eitthvað sem maður þekkir úr höfundarverkum ekki minni spámanna en til dæmis Paul Auster og Franz Kafka. Lesand­ inn er ekki fyrr búinn að hreiðra um sig í hefðbundinni frásögn en hann er leiddur á vit hins ókunna og furðulega. Lesandinn getur hins vegar ekki kvartað yfir því að hann sé ekki varaður við. Fyrsti kafli bókarinnar heitir „Mar­ traðir“ og þar rifjar Daníel upp þegar hann var barn að aldri og ræddi við móður sína um draum sem hann dreymdi. Í draumnum lendir hann í snjóflóði og grefst undir fönn. Innan skamms koma nokkrir bekkjarfélagar hans og Daníel telur að þau ætli að koma sér til bjargar. Krakkarnir koma með skóflur en í stað þess að moka hann út úr skaflinum moka þau meiri snjó ofan á hann og hlæja þegar hann öskrar á hjálp. Daníel lýkur endurlitinu á þess­ um orðum: Þegar ég var lítill og hugsaði enn um Guð dreymdi mig Djöfulinn. Þegar ég varð unglingur dreymdi mig geiminn og þegar ég varð eldri bættust við sambandsslit, sjúkdómar og dauðsföll. En hvert sem viðfangsefni draumanna var, þá skynjaði ég alltaf það sama: botnlausan ótta um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.