Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 132
U m S a g n i r U m B æ k U r 132 sameiginlegt og tengjast ekki beint inn­ byrðis en sögurnar gerast allar um svip­ að leyti, eins og sést best á því að ein persóna, mormónatrúboðinn Austin, frá Texas, villist inn í nokkrar þeirra. Hver saga fyrir sig fylgir ákveðinni atburða­ rás og þær gætu allar með sóma staðið einar og sér. Þegar þær eru lesnar saman bætist önnur vídd við lesturinn og heildaráhrifin af bókinni eru vel heppn­ uð. allt sem þú þarft er ást Rauði þráðurinn í sögum Guðrúnar Evu er upplifun kvennanna af ástinni, hvort sem hún er góð eða slæm. Sumar, eins og saga Möggu af því hvernig samband hennar við Sóta þróast út í ástarsam­ band, eru hugljúfar, en aðrar, eins og lýsing Söru á ofbeldissambandinu sem hefur markað líf hennar frá unga aldri, eru erfiðari. Í afþreyingarmenningu, sem manni finnst stundum alltumlykj­ andi, fáum við reglulega að sjá, heyra og lesa um eina ákveðna gerð af ást. Þetta er ást sem máluð er með breiðum strok­ um, góð, jákvæð tilfinning sem sigrar allt. Ástin lifir að eilífu, eins og skáldið sagði, og þegar fólk finnur sinn eina sanna sálufélaga er það loksins komið í örugga höfn. Þessar ástarsögur geta verið kraftmiklar og heillandi en í því magni sem þær eru framleiddar í dag verða þær því miður einnig einsleitar og klisjukenndar. Það er því hressandi að lesa bók sem sýnir þessa sterku tilfinn­ ingu í öðru ljósi. Í sögum Guðrúnar Evu er ástin ekki eitthvað ósnertanlegt afl sem bindur saman tvo einstaklinga, sálufélaga sem eru í leit að hinum helmingnum af sér. Þess í stað er ástin kvennanna eigin. Hún beinist að fólkinu í kringum þær og er í mörgum tilfellum endurgoldin en tilfinningarnar verða til í brjósti per­ sónanna, ekki á milli tveggja aðila. Hún er nokkurn veginn stjórnlaus og getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um þetta er sagan af Jóhönnu, ungri konu sem í upphafi sögunnar er nýgift og líður um á rósrauðu skýi með nýja eiginmanninum. Í raun tekur sagan upp þráðinn þar sem margar hefðbundnar ástarsögur enda. Jóhanna er hamingjusöm í nýja hjónabandinu og verður því ansi ósátt við að átta sig á því að þvert gegn sínum vilja er hún hug­ fangin af öðrum manni. Hrifningin er með öllu órökrétt, hún á góðan mann sem elskar hana, hún er vöruð við því að nýi maðurinn sé ekki allur sem hann er séður, auk þess sem hún er alls óviss um hvort tilfinningar hennar séu endur­ goldnar. Hún er milli steins og sleggju, og getur hvorki látið hugann né hjartað alfarið ráða för. Ólíkt klassískum ástar­ þríhyrningum er lausnin ekki augljós og jafnvel þegar vandinn leysist vegna utanaðkomandi aðstæðna, láta tilfinn­ ingarnar ekki stjórnast svo auðveldlega af rökum. Ástin er ekki heldur einföld tilfinn­ ing í sögunum. Hildigunnur til dæmis elskar ekki Agnar, fyrrum yfirmann sinn sem var einnig fyrsti maðurinn sem hún svaf hjá. Hann á sér samt greinilega stað í lífi hennar og hún notar sögur af honum og öðrum til að hafa ofan af fyrir núverandi manni sínum. Hún elskar hins vegar manninn sinn, Jóstein, en er meðvituð um að hún þurfi að hafa fyrir því að halda neistanum í hjónabandinu á lífi og í frásögn hennar er eins og hún setji sjálfa sig á svið fyrir honum, svo hann sjái hana í sem allra bestu ljósi. Þegar hún svo hittir Austin frá Texas, sem reynir að draga hana, ekki á tálar heldur í kirkju, lýsir hún óskiptri athygli hans og tilraunum til að ná til hennar sem allt að því erótískum. Þrátt fyrir að hún elski Jóstein er sam­ band þeirra ekki í öruggri höfn og efa­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.