Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 1
4. árg. Reykjavík, 1947 5.-7. tbl.
íslenzk stjórnmál.
i.
Við lifum á viðburðaríkum tímum. XJti í löndum kemur
betur og betur í Ijós, að Rússar feta nákvæmlega í
spor Hitlers og stefna að því að leggja undir sig allan
heiminn og beygja aðrar þjóðir undir þrældómsok sitt.
Á þessu tímabili notuðu Rússar setulið sitt í Ungverja-
landi til að hrinda bændaflokknum, sem hafði sterkan
þingmeirihluta að baki sér, frá stjórn og settu komm-
únista í staðinn, þó að sá flokkur sé næsta fámennur í
landinu. Er þar nú komin ógnarstjórn, sem misþyrmir
og drepur beztu menn landsins þúsundum saman. Er
sýnilegt, að Ungverjar eiga sér enga framtíðarvon, nema
ef Engilsaxar geta bjargað þeim frá algerðri undir-
okun. Bandaríkin verða nú að fæða og klæða hálfan
heiminn í von um, að hinar stríðsþjáðu þjóðir geti aftur
orðið bæði sjálfbjarga og frjálsar. Auk þess leita allar
þjóðir til Bandaríkjanna sem þeirrar þjóðar, sem hafi
um stund tekið við lögreglustjórn í heimi vestrænna
manna. En sú kvöð hefur í 300 ár hvílt á Bretum og
margar þjóðir notið góðs af. Hér á landi hafa komm-
únistar starfað í anda sinna erlendu húsbænda og fram-
ið mörg heimsku- og skaðsemdarverk. Verkfall þeirra
hefur gert þjóðinni, en einkum verkamönnum, ægilegt
tjón. Kommúnistar gerðu sig að veraldar undri með
því að vilja ekki leyfa styttu hins frægasta Islendings
að lenda í Reykjavík. Jafnframt vildu þeir hefja bakte-
ríuhernað á móti sjálfum sér og sínum börnum með því
að halda rotnandi leyfum við hvert heimili í bænum til
að auka sjúkdómshættuna fyrir bæjarbúa. Reyusla
stórra og lítilla þjóða, undangengna mánuði, hefur öll
verið á þann veg að sannfæra hugsandi menn um, að