Ófeigur - 15.07.1947, Page 64

Ófeigur - 15.07.1947, Page 64
64 ÓFEIGUK stjóri, tókst Eysteini að sigra Jakob Frímannsson og verða varaformaður Sís. Nú bíður varaformaðurinn eft- ir, að sæti Einars á Eyrarlandi losni og dettur Eysteinn þangað sjálfkrafa. Má segja, að það hafi verið hyggi- legt að læra af brosinu, hlífa Sís við 40 þús. kr. leiðin- legum útgjöldum en geta látið Eystein spila 21 í sam- vinnuhreyfingunni. Brot Hermanns er margfalt í þessu efni. Hann dregur einkabraskara sinn og stallbróður í „gróðans veið“ inn í útgáfumál samvinnublaðsins. Hann ásetur sér að nota aðstöðuna, að hætti hlutafélagsbraskara. Hann lætur Sigurði vera fram á, með fé beggja, til að prófa ísinn. Síðan hættir han nokkru af sínu fé. Þegar ,,kollan“ er komin í skotfæri fer hinn viðurkenndi fésýslumaður í veiðiferð og lætur samvinnumenn velja um, að missa prentsmiðju sína í hendur keppinauta eða borga hvert hundrað þreföldu verði. Þar sem hér var um griðrof að ræða, var bein skylda Hermanns að vara vin sinn við hættunni, m. a. að í hóp samvinumanna væri brall af þessu tægi verðlagt sem alvarlegt brot, líkt og þegar viðvaningur sleikir hnífinn í tilhaldssamkvæmi. I stað þess að vara við eggjaði Hermann skjólstæðing sinn og mælti með beiðni hans í prentsmiðjufélaginu. Sást á þessu, að Hermann hafði fullan vilja á að beita Sís þess- ari siðlausu aðferð. Kjarni málsins var sá, að þeir Sig- urður og Hermann voru hér að gera gróðabragð í fé- lagi og studdu þess vegna hvor annan. Þegar búhnykk- urinn lánaðist vel í fyrsta sinn, ætlaði Hermann að reyna að vera einn um síðara gróðabragðið, undirbjó söluna, barði fátæktarlóminn og var fyrir sitt leyti búinn að bregða hnífnum í munn sér, þegar annar maður bend- ir honum á, að þessi gróðagræðgi geti spillt fyrir annari enn arðsamari veiði: Stjórn á 'sjóðum samvinnufélag- anna. Það geta fleiri farið á kolluveiðar heldur en hamramir aflraunarkappar. Ég hefi nú lokkað Hermann í gildru. Með því að afla sér vottorðs um að Sís hafi ekki keypt af honum, sést að Hermanni er nú ljóst, að slík verzlun var honum til stórrar minkunar. Með því hefir hann með réttu fordæmt fjárplóg Sigurðar og sitt eigið at- hæfi, þegar hann þrýsti sínum hlutabréfum, með sömu fjárplógsaðferðum inn á samvinufélögin. Maður sem ætlar að fara gegnum lokaðar dyr, inn í hús nábúans

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.