Ófeigur - 15.07.1947, Síða 54

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 54
ÓFEIGUR 54 sjóðinn til búnaðarframkvæmda í samböndum hérað- anna. Voru samböndin nálega peningalaus með miklar þarfir, í sambandi við kaup mikilvirkra véla. Þegar þessi ráðstöfun var gerð, í fyrra vor, voru samböndin mjög aðþrengd. Samsýslungar mínir í Þingeyjarsýslu höfðu ákveðið að taka lán handa búnaðarsambandi sýslunnar, en höfðu ekki veð, enda óvíst að nokkur vildi lána. Þá kom vonin um peninga þá, sem ég átti þátt í að útvega. Þeir urðu nú eina bjargræðið. Sátu forráðamenn sam- bandanna með fýlusvip, uppgerðum þó, en lyftu um leið annari augnabrún að hársrótum, eins og Egill, þegar hann þráði mest góðmálminn. Meðan þessu fór fram höfðu gistivinirnir dólgslegt orðbragð um þá, sem höfðu leyst bændur undan fjármálaeftirliti og bjargað búnaðarsamböndunum frá Canossagöngu til lánsstofn- ana. Á þingi í vetur komu gistivinir enn með kröfu neðri deild, um að taka féð af samböndunum og fá það í hendur B. í., sem tók 8 milljónir, án heimildar, frá bændum haustið 1944. Deildin felldi frumvarpið. Þá fór Hermann á stúfana í efri deild, og vildi nú helminga sjóðinn. Skyldu búnaðarsamböndin halda hálfum skatt- inum en hitt ganga til gjafaranna frá stjórnarmyndun Ólafs Thors 1944. Málið komst gegnum efri deild. En þegar til neðri deildar kom, voru gistivinirnir svo dasaðir, að þeir svæfðu frumvarpið. Nú hafa forkólfar Búnaðar- félagsins nýverið látið sína menn á fundi á Akureyri samþykkja helmingaskiptin. Er þessi sókn gistivina lítt frækileg. Fyrst svívirðingin með 10 kr. ferðastyrk. Næst þjónustulundin að una vel hag bænda undir eftirliti hæjaflokkanna. Þá rosti og stóryrði við okkur, sem slit- um fjöturinn af bændum, og komum fénu kvaðalaust í þeirra hendur. Eftir nokkra mánuði er allur rosti búinn og gistivinirnir mæta mér á miðri leið og þakka nú fyrir, að samböndin fái helminginn. Héðan af verður erfitt að ásaka okkur, sem komum með gilda sjóði, þegar mest lá á. Ættu bændur nú að stöðva tíu króna hetjurnar, taka glaðir við peningunum, sem þeir eiga, og þurfa að brúka, og helzt af öllu að fá staðfastari og fram- sýnni menn til forystu um mál sveitanna, heldur en það snúningalipra fólk, sem hefur víxlast eins og sljótt tó- baksjárn, með tíu króna velgerninga við elztu og stærstu stétt landsins. / # * #

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.