Ófeigur - 15.07.1947, Side 68

Ófeigur - 15.07.1947, Side 68
68 ÓFEIGUR kosningu. Síðan kusu Sjálfstæðismenn Barða. En eftir þessar aðfarir var Eysteinn svo „knekkaður“ að hann gaf upp alla vörn. Var komið máttleysi og fýla í liðið og var nú engu aðhaldi beitt móti frekju Barða. Sagði hann að Bernharð skyldi nú sýna að í honum byggi mikill þróttur og heimta af Eysteini að vera bæði varaforseti í sameinuðu þingi og aðalforseti í efrideild. Var þróttur svo mjög dreginn úr Eysteini, að hann lét Barða ráða þessu og er Bernharð nú tvöfaldur í roðinu. Hefur slíkri sæmd ekki verið hlaðið á einn mann, nema Jón Sigurðs- son og Pétur biskup endur fyrir löngu. Hafa þeir mágar færst allmikið í fang. Það er bót í máli, að sá siður er á kominn, að þingforsetar og nokkrir aðrir fyrirmenn, geta fengið til risnu og glaðningar úr áfengisverzlun ríkisins, nálega ókeypis marga þá drykki, sem mjög auka orku manna og kjark í erfiðleikum. Áki Jakobsson skuld- aði fyrir þau meðul 5000 kr. hjá ríkinu, þegar hann hvarf úr ráðherrastólnum. Má af því sjá, að hann hefur veitt vel sínum liðsmönnum. Verður að vænta þess að Bernharð og Barði afli sér vina og orku með sama móti. Getur Barði haft að fordæmi reynslu úr síðasta stríði, því að það var mikill siður, að foringjar gáfu dátunum hæfilegan áfengisskamt áður en byrjað var á hættu- legum áhlaupum. Barði og Eysteinn eru báðir nokkurs þurfandi í þessu efni. Skortir Barða næstum ætíð kjark til að greiða atkvæði um vandasöm mál en ráðleysi Ey- steins í forsetamálinu er með þeim hætti, að honum hefði á því augnabliki, verið þörf aðfengins hugrekkis og andagiftar. Mistök Framsóknar í þessu máli hafa skaðleg áhrif fyrir stjórnina og hin vandasömu störf þingsins. Eru væringar og gagnkvæmar ásakanir milli borgaraflokkanna út af þessu furðulega mágaherhlaupi. Þá skiptir það miklu máli, fyrir vinnubrögð þingsins, að hafa til forustu í stærri deildinni, vinsælan verkstjóra vel fallinn til forustu, en ekki mann, sem vantar flest er með þarf á þeim vettvangi. Eru líkur til að þessi forseta- barátta verði nokkuð söguleg, áður en þeim málum lýkur.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.