Ófeigur - 15.07.1947, Síða 21
ÓFEIGUR
21
ósk, er hún umkringd örvum spottsins. Það er létt
að segja við slíka tillögukonu, að hún gæti auðveldlega
útvegað sér frúarheitið með því að ná sér í eigin-
mann. Konur eru, sem von er til, lítt fúsar til að leggja
einkalíf sitt undir almannadóm á þingum. Þess vegna
þegja margar stúlkur um sitt réttleysi í þessu efni, en
kvíða því þó, að geta ekki fengið bréf, blað eða útsvars-
reikning án þess að finna ör stefnt að sínu einkalífi, með
særandi flokkun eftir stétt, efnum eða manngildi. Hér
eiga karlmenn að koma til hjálpar með nokkrum ridd-
araskap. Þeir eiga að forða þúsundum ágætra íslenzkra
kvenna frá óverðskuldaðri móðgun, ótal sinnum ár
hvert. Hér þarf ekki að inna af höndum erfiða fórn,
ekki annað en að veita ölium íslenzkum konum, við öll
viðeigandi tækifæri, veglegasta ávarpstitilinn sem efna-
og tilhaldskonur hafa fram á síðustu ár talið vera sér-
eign þeirra. Langsamlega mestur hluti íslenzkra kvenna
er vel kominn að því réttlæti, að ekki sé með ávarps-
heitinu verið að hnýsast í einkamál þeirra eða flokka
þær eftir atvinnu eða efnurn. Meirihluti þingmanna
virtist vilja unna konum þessarar réttarbótar. Má vænta,
að þegar málið hefur verið skýrt nokkru nánar, muni
margfaldur meirihluti karlmanna utan þings sýna kon-
um í þessu efni sem öðrum þá virðingu, sem þær eiga
skilið.
Hálft íandið í voða.
Gífurlegir óþurrkar hafa herjað hálft landið. Rign-
ingar, oft með ofsaslagviðri, hafa lamið slegið og óslegið
gras ofan í jörðina viku eftir viku. Margir bændur
verða að fækka stórlega búpeningi sínum. Mjólkin hlýt-
ur að verða bæði lítil og kostarýr. Mjög hlýtur að verða
erfitt að bjarga þeim bústofni, sem eftir lifir, jafnvel
með þeim takmarkaða fóðurbæti, sem völ verður á í
haust. í öllum þessum ófarnaði er ekki vitað, að bændur
hafi haldið svo mikið sem einn einasta fund, til að ræða
vandamál sitt. Ekki hefur heldur orðið vart við, að
Búnaðarfélag fslands hafi rumskað. Hvort tveggja er
skiljanlegt. Bændur á íslandi hafa ekki með sér neinn al-
mennan, frjálsan, menningar og hagsmunafélagsskap.
Kaupfélögin eru blönduð mönnum úr öllum stéttum.
Oft er helmingur manna í kaupfélagi úr sveit, en hinn
helmingurinn úr bæjum og sjóþorpum. Búnaðarfélag