Ófeigur - 15.07.1947, Síða 26
26
ÓFEIGUR
brúna af Þjórsá, þegar sú brú verður endurnýjuð inn-
an skamms, að Tungná og spenna hana þar yfir. Þá
geta Sunnlendingar og Norðlendingar notið sameigin-
lega þeirra dásemda, sem háfjöllin búa yfir. Páll Ara-
son vinnur að því að gera aðra norðlenzka ferðamanna-
leið færa og vinsæla. Fer hann þá með ferðamannahópa
úr Mývatnssveit, austur að Jökulsá, þaðan að Herðu-
breið. Síðan vestur sandana norðan við Vatnajökul að
Dyngjuf jöllum og Öskju en síðan að Svartárkoti í Bárð-
ardal. Enn hefur Páll hug á að opna sumarleið ferða-
manna frá Möðrudal, suður og austur með jöklinum að
Eiríksstöðum á Jökuldal. Hefur Páll Arason með for-
göngu í bifreiðaferðum um öræfin, orðið hinn þarfasti
maður, við að koma bæjafólki í kynni við fegurð háf jall-
anna.
Fiskimið íslendinga.
Allmiklar umræður hafa nýverið orðið um stækkun
landhelginnar og friðun Faxaflóa. Hvort tveggja er
nauðsynlegt en lítil alvara fylgir. Árni fiskifræðingur
fer land úr landi á friðarfundi, stundum með tvo að-
stoðarmenn. Hve langt er þar að takmarkinu má sjá á
því, að Árni virðist gera kröfur til annarra þjóða um
bætur til íslendinga fyrir það að láta vera að taka þátt
í að eyðileggja fiskirækt í Faxaflóa. Má nærri geta hve
langt verður þar til að aðrar fiskiþjóðir vilja gera tvennt
í senn: Hætta sjálfar rányrkju í Faxaflóa og borga Is-
lendingum fyrir að drepa ekki þann fiskstofn, sem aðrir
hlífa. Friðun Faxaflóa og víkkun landhelginnar eru stór-
mál, en þau eru einskisvirði fyrir framtíðar afkomu
landsmanna, nema þeir hætti sjálfir tvennskonar
skemmdarverkum: Felli algerlega niður dragnótaveiði
í landhelgi og lögleiði algert bann gegn því að bátar hafi
útbúnað til togveiða. Norðmenn leyfa fáum togurum
að eiga heima í landinu og banna togbáta. Forráða-
menn norsku þjóðarinnar ætla að fiskveiðar skuli á
ókomnum öldum vera blómleg atvinnugrein fyrir þjóð-
ina. Hér virðist vera stefnt að því að eyðileggja fiski-
miðin á fáum árum. Vill þjóðin hætta skemmdarstarf-
semi gegn þeim atvinuvegi, sem fólkið við sjóinn lifir
af? Enn má bjarga málinu, ef þing og þjóð vill hætta
þeirri fjárhagslegu sjálfsmorðstilraun, sem iðkuð hefur
verið um nokkur undangengin missiri.