Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 18
18
ÖFEIGUR
Nýir vegir.
Áfengismálin.
Þau eru hættuleg en við þau er kákað með allsherjar
viðvanigsbrag. Ef tekið væri á vínmálinu með alvöru,
mætti halda áfengisbölinu í skefjum eins og berklum.
Ef hver sá maður, sem lætur sjá sig á almannafæri
undir áhrifum áfengis, vissi að hann tapaði áliti fyrir
veikleika sinn, myndi mikið af áfengisbölinu hverfa. Það
fólk sem hefur mest áhrif á almenningsálitið getur gert
mest gagn í þessu efni. Merkur læknir hefur lagt til að
stofnað verði félag í þessu skyni. Það væri hvorki bann-
eða bindindisfélag en það segði fyrir um, hvað leyfilegt
væri þeim mönnum, sem á annað borð vilja hafa vín
um hönd og þó teljast vel siðaðir. Islendingar geta ekki
haldið sessi meðal menningarþjóða heimsins, ef þeir
leyfa sér að liggja í rennusteinunum, bæði hér á landi og
erlendis. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan nafn-
kenndur íslendingur fór utan, í nafni vísindalegrar
fræðimennsku, komst til Danmerkur, lagðist þar í of-
drykkju og komst aldrei til þess lands, sem för hans
var heitið til. Ríkið borgar þessa vísindaferð. Geta má
sér til, hvers konar álit íslenzka þjóðin fær af slíkum
utanferðum sinna trúnaðarmanna.
Islenzkar konur hafa samþykkt öflug mótmæli gegn
ofdrykkju. Hafa þær til þess ríkulegar ástæður. Mæð-
ur, systur, unnustur og eiginkonur hafa fellt mörg van-
máttug tár yfir drukknum vandamönnum, en hér vantar
djarfmannlegt starf, en ekki ályktanir. Ef íslenzkar kon-
ur vilja stöðva ofdrykkju, þá mun það takast. En til þess
þarf dirfsku, sem lítið bólar á bæði hjá konum og körl-
um. Konur þurfa að neita að dansa við eða samneyta
á heimilum mönnum, sem eru undir áhrifum víns. Þær
verða að hjálpa til að koma á í landinu þeirri trú, að
hver ölvaður maður eigi að sæta nokkurri refsingu í
álitsmissi fyrir drykkjuskap og ef hann ræður ekki
við áfengislöngun sína, verði að líta á hann sem sjúkling
þjóðfélagsins. Islenzkar konur eiga áfenginu svo grátt
að gjalda að kalla má að þær berjist hér í nauðvörn.
Að vetrinum eru oft í höfuðstaðnum margar dans-
skemmtanir samtímis, þar sem tugir ungmenna, stund-