Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 14
14
ÓFEIGUR
arfinn. Frá bæjardyrum Sigurðar Guðmundssonar ligg-
ur einn vegur, gata skólans. Pálmi á um að velja marga
vegi og hann hikar á hverjum vegamótum. Sveita-
mennskan, „vorúðinn", náttúruvísindin, uppeldi æsku-
manna, ritstörf, félagsmál, samkvæmislíf og ræðu-
mennska eru þjóðgötur Pálma. Hann kemur víða við
og leggur stein í vegg. En í byggingar- og framamál-
um skólans hefur hann ekki beitt nema litlu af orku
sinni. Þar hefur hann látið hillingar Brynjólfs og „vor-
úða“ Hermanns villa sér sýn. En þó að hinar marg-
þættu gáfur Pálma Hannessonar hafi ekki orðið bygg-
ingarmálum skólans til framdráttar, er ánægjulegt til
þess að vita, að enn er til við forstöðu stærsta skóla
landsins maður, sem er fulltrúi þeirrar víðfaðma menn-
ingar, sem hefur verið happ og hrós þjóðarinnar í þúsund
ár. Mætti ætlast til, að gamlir nemendur skólans taki
nú höndum saman og rétti með framsýni og dómgreind
hlut skólans, svo að hann verði ekki miður búinn heldur
eni stallbróðirinn norðlenzki. Að minnsta kosti ætti ekki
oftar að koma fyrir, að umræður hef jist um, að mennta-
skólahúsið, með þingsal Jóns Sigurðssonar, verði af-
hent til frálags eins og afsláttarhross, en sá leikur
hófst í valdatíð Brynjólfs og virðist tæplega lokið enn.
XIII.
Samvinnan var áður fjöllesnasta og fjölkeyptasta
tímarit á íslandi. Sambandsstjórn segist hafa í huga að
tvöfalda stærð upplagsins. Mun gert ráð fyrir, að kaup-
félögin kaupi meira og minna af aukningunni til út-
býtingar meðal félagsmanna, sem ekki hafa keypt ritið.
Þessu fylgja bæði kostir og ókostir. Án efa bætast við
kaupendur með þessum hætti. En það er reynsla með
prentað mál, sem útbýtt er gefins, að menn telja það
sér lítt viðkomandi og stinga því undir sperrukverkina.
Þá er jafnan nokkur erfiðleiki fyrir blöð og tímarit,
sem ekki starfa á fjárhagsgrundvelli, að sætta hina
raunverulegu kaupendur við, að þeir séu látnir borga
það, sem aðrir fá með vildarkjörum. Þá er enn sá ann-
marki á því að ýta prentuðu máli að fólki, sem ekki
kærir sig um það, að þá safnast slíkt lesmál fyrir, og
það orð kemst á, að blaðið eða tímaritið sé ekki lesið
af nærri öllum, sem fá það. Að sjálfsögðu má vænta
þess, að sambandsstjórn gæti þess að beita hinni nýju