Ófeigur - 15.07.1947, Síða 10
10
ÓFEIGUR
ólíkt, því að Akureyrarskólinn dró stærri fisk frá borði.
Mismunandi starfsaðferðir rektoranna gerðu gæfumun-
inn. Annar rektorinn trúir á „vorúðann" eins og Her-
mann og missti marksins. Hinn rektorinn trúir á mátt-
sinn og megin og flutti heim mikinn hlut í vertíðar-
lok. Báðir menntaskólarnir fengu á þingi í fyrra hálfa
milljón í hlut til nýbygginga. Sigurður Guðmundsson lét
teikna stórhýsi, þrjár hæðir og kjallara, á fögrum stað
á hinni víðáttumiklu lóð skólans. Skyldu þar vera heima-
vistir fyrir 150 nemendur, íbúðir fyrir nokkra ógifta
kennara, eldhús og borðstofa fyrir alla heimavistina,
bókasafn, lestrarstofa og náttúrugripasafn. Skólameist-
ara tókst með mikilli elju og áhuga að gera nálega þriðj-
ung þessa stórhýsis fokheldan í fyrrasumar. Pálma
rektor farnaðist miður. Hann trúði fagurgala kommún-
ista. Þóttist Brynjólfur vilja flytja skólann á hólana
vestan við Klepp og reisa þar skýjaborg fyrir 15 milljón-
ir króna. Notaði Brynjólfur meginhluta fenginnar fjár-
veitingar í fyrra til að kaupa erfðafesturéttindi með
ónýtum húsaskriflum innan við bæ. Síðan sendi Bryn-
jólfur rektor og einn af yngri húsameisturum landsins
í ferð til sjö landa að leita eftir beztu fyrirmyndum.
En þegar heim kom hafði bæjarráð Reykjavíkur, sem var
hinn raunverulegi handhafi eignaréttinda landsins hjá
Kleppi, afhent landið undir ailsherjar útgerðarstöð í
bænum. Menntaskólinn sat nú eftir með erfðafesturétt-
inn og kofana svífandi í loftinu. Brynjólfur vildi ganga
af skólanum dauðum og lét nú leita að nýjum eyðistað.
Var þá um stund ákveðið, að 15 milljóna höllin skyldi
vera tekin niður úr hinum loftkenndu hæðum hjá Kleppi
og sett niður utan við byggðina á Öskjuhlíð. En þegar
hér var komið sögu, var Brynjólfur kominn úr valda-
stólnum, og við skólaslit í vor lýsti rektor yfir, að senni-
lega yrði menntaskólinn enn um stund að bíða lítt búinn
að húsum í þrengslum og ryklofti á gamla staðnum.
X.
Skólameistari á Akureyri hafði ekki setið aðgerðar-
laus, meðan þessu fór fram. Honum hafði þótt það
furðuleg tíðindi, þegar einn æstasti þjónn austrænna
hugsjóna var settur yfir öll menntamál landsins. Hafði
skólameistari haldið nemendum sínum með mikilli rögg-
semi frá öllum opinberum baráttuaðgerðum í anda