Ófeigur - 15.07.1947, Side 23

Ófeigur - 15.07.1947, Side 23
ÖFEIGUR 23 taðan fagurgræn, eins og eftir tveggja daga samfelldan sólþurrk á nýslegnu heyi. Á þessum bæjum vorú túnin sprottin í annað sinn og þess skammt að bíða að bændur settu hána í súrheystóftina. Amerísku vélarnar eru að gerbreyta búskap íslend- inga. Þegar vélþurrkun er orðin örugg og nægilega ódýr, verður úr því skorið, hvort íslenzkur sveitabúskapur getur eða getur ekki, keppt á markaði stórborganna með kjöt, smjör og ost. Hagfræðingar Nýbyggingarráðs töldu að eftir 5 ár hafi útlendar þjóðir mjög þurrkað íslenzku fiskimiðin. Var þeim áhugamál að Islendingar efldu í skyndi flota sinn til að vera með öðrum þjóðum við eyðingu fiskimiðanna á næstu árum. Ef spá kommúnista um miðin er byggð á viti, mun ekki af veita að hafa nú nokkra fyrirhyggju um að þjóðin freisti þegar svo er komið að lifa af landbúnaði að miklu meira leyti en nú tíðkast. TJr því að íslenzka þjóðin gat í tíu aldir haft sveitabúskap að höfuðbjargræði, ættu fleiri menn að geta lifað af ræktun hér á landi, með þeirri véltækni, sem nú er fengin. Uppeldismál. Á þingi 1945 var, undir forustu kommúnista, gengið frá löggjöf þar sem uppeldi barna og ungmenna er tekið úr höndum foreldra og vandamanna og flutt úr heimil- unum í umfangsmiklar ríkisverksmiðjur. Stefnt er að því að ríkið taki börnin sjö ára, en síðar fimm ára, og haldi þeim í föstu kerfi þar sem efra takmarkið verður í doktorsgráðu, fenginni á fertugsaldri. Megináhersla er lögð á sálarlausan ítroðning á sundurlausum þekk- ingarmolum. Ef þetta skipulag nær að festa rætur, mun það forheimska þjóðina meira en nokkur önnur þján- ing, sem lögð hefur verið á herðar fólksins á langri og erfiðri vegferð. Mér gafst nýlega tækifæri til að sann- prófa áhrif ítroðningsins á heilbrigða barnssál. Á förn- um vegi var drengur á fermingaraldri að bíða eftir langferðabíl. Hann vildi fara sömu leið og ég, svo að ég gat stytt honum leið. Drengurinn var 13 ára, hraust- legur, vel klæddur og áreiðanlega fremur vel gefinn. Hann var kominn af góðu fólki og hafði stundað nám í skóla, þar sem var röskur og myndarlegur kennari og húsakynni í meðallagi. Ég notaði tækifærið til að halda jrfir piltinum lítið landspróf, sérstaklega til að vita, 4*

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.