Ófeigur - 15.07.1947, Side 32

Ófeigur - 15.07.1947, Side 32
32 ÓFEIGUR stjórninni, til að geta komist í nógu innilegt samband við þá menn, sem Ingimar líkir nú vikulega við njósnara og föðurlandssvikara í hverju þingstjórnarlandi. Þegar Ingimar sá að ég myndi ófáanlegur til að fara í hring- dansinn með gistivinum ritaði hann um mig vinsamleg eftirmæli og tók fram, að ekki yrði ,,útskafið“ að ég hefði áður fyrr gert ýmislegt til gagns, en nú þótti hon- um, sem sú saga væri búin. Þegar einn af helztu mönn- um í stjórn Kea er orðinn svo ruglaður í ríminu, að hann langar til að skipta á Vilhjálmi Þór og Áka við forstöðu atvinnumálanna, var ekki furða þó að slíkan mann langaði til að skafa út minningar um það sem aðrir, honum fjarstæðari samferðamenn, kunnu að hafa gert til gagns, ef þeir vildu ekki fylgja með, út í sortann. Síðasta viðvörun, sem Dagur birti eftir mig, hét „Gull- skýið“. Þá varaði ég borgarana í landinu við að villast á Stalin og Kristi. Ráðleggingin var skafin út í það sinn. I fimm ár hafa þjóðstjórnarflokkarnir þrír sam- fylkt um landstjórn eða vinmæli við flokkinn, sem blöð borgaranna kalla nú föðurlándssvikara. Og hver er svo árangurinn ? Aðstaða landsins er sú, að 585 miljón- imar, sem þjóðin átti, þegar bezt lét, eru eyddar og það svo gersamlega, að á útmánuðum í vetur varð ísland að biðja um 26 miljóna gjaldeyrislán, í því landi þar sem þjóðin hafði fórnað blóði og auði til að bjarga heim- inum frá allsherjarundirokan. Fjárhagur ríkisins er svo erfiður, að námsmönnum með fastan ríkisstyrk, hefur verið synjað um yfirfærslur. I öllum hörmungum Dana greiddu þeir ætíð af höndum hin samningsbundnu hlunnindi í sambandi við Garðstyrkinn. Nokkur dæmi nægja til að sýna, hvernig kommúnistar hafa varið auði þjóðarinnar. Þegar Áki tók við atvinnu- málunum, af Vilhjálmi, kostuðu allar síldarverksmiðjur ríkisins 12 miljónir og áttu miljón í sjóði. Áki hefur byggt tvær frámunalega lélegar viðbætur með ónýtu mjölhúsi og lýsisgeymum, fyrir 50 miljónir, allt í skuld. Og þessi hóflausa eyðsla mun liggja eins og farg á síld- ariðnaði landsmanna í heilan mannsaldur. Áki hefur gengið svo frá flugvallarmálunum, að þar er á árs parti búið að eyða 10 miljónum í minna en ekki neitt. Brynjólf- ur hefur eytt í viðgerð á gömlu timburhúsi í Kaldaðar- nesi 730 þús. Þetta átti að vera sjúkrahús fyrir áfengis- sjúklinga. Nýlega voru þar þrír vistmenn og hey keypt

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.