Ófeigur - 15.07.1947, Síða 46

Ófeigur - 15.07.1947, Síða 46
46 ÖFEIGUR staðreynd er fólginn trygging fyrir því, að ísland verður aldrei að bráð bolsevisma, nema erlent hervald ráði málum landsins, eins og í Eystrasalts-ríkjunum. Nú sem stendur finnur þjóðin til, líkt og maður, sem hefur fengið högg á höfuðið, svimar en vill ekki falla. I nokkur ár hafa menn haldið, að þjóðin væri stórrík og að auðurinn mundi um langa framtíð fljóta í stríðum straumum yfir landið. Nú er „vorúða“-víman að rjúka af fólkinu. Hið forna lögmál um, að mennirnir verði að afla sér brauðs í sveita síns andlitis, er aftur komið í gildi. Sú skipulagning, sem mest liggur á, er að festa samstarf milli manna úr öllum borgaraflokkunum til að bjarga lýðveldinu, frelsinu og vestrænu atvinnu- skipulagi frá hruni. Eins og nú er komið, ber nálega ekkert, sem máli skiptir, milli Islendinganna í landinu. Samt eru sameiginlegu átökin veik og fálmkennd. I öll- um borgaraflokkunum eru til menn, og þeir ekki fáir, sem telja sig hafa einkahagsmuni af að halda við sundr- ung milli borgaranna. Þessum mönnum má ekki hald- ast uppi að gera þjóðina aflvana, þegar síst skildi. Um nokkra stund hafa menn úr borgaraflokkunum unnið í kyrrþey að því að skapa starfsfrið milli þeirra aðila, sem afneita samstarfsmöguleikum við bolsevika og áttu þau samtök allmikinn þátt í, að Áki og Brynjólfur fóru úr landstjórninni. Hins vegar er núverandi stjórn ekki að öllu leyti samhent, þar sem ekki eru liðnir nema fáir mánuðir, síðan menntamálaráðherrann vildi óvægur fara í stjórn landsins með kommúnistum enda beitti hann þá blaði sínu mest gegn öðrum samstarfsflokknum. Sam- tök óháðra borgara þurfa að eflast og það sem fyrst. Þau þurfa innan tíðar, að hafa áhrifameiri blaðakost heldur en niðurrifsliðið. Óháðir borgarar þurfa að vinna í öllum þeim samtökum, sem eru í eðli sínu andvíg aust- rænu stjómarfari. I hverjum félagsskap ber að styðja þjóðhollari manninn, ef um fleiri en einn er að velja, Jónas Guðmundsson, Ottesen og Halldór Vopnfirðing fremur en Barða þjóðskjalavörð, Sigurð frá Vigur og Pál Zóph., af því að hinir síðarnefndu eru í vasa komm- únista. Ef óháð blöð fræða þjóðina um að gerðir þeirra trúnaðarmanna, sem eru hálfir eða meira í vist hjá kommúnistum, munu þessháttar menn, innan tíðar, týna tölunni eða bæta ráð sitt, undan þunga almannadóms- ins. Með þessum hætti er unnt að styrkja þá menn í

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.