Ófeigur - 15.07.1947, Page 11

Ófeigur - 15.07.1947, Page 11
ÓFEIGUR 11 Rússa. Bjuggust margir við, að Brynjólfur mundi nota aldursákvæðið til að koma Sigurði frá skólanum og setja Rússaþjón í staðinn. Það varð þó ekki. í stað þess horfðu ráðherra og skólameistari í fyrstu hvor á annan líkt og tvö ljón, sem mætast óvænt. Tvær brýr lágu miíli þeirra ráðherra og skólameistara og varð það til sameiningar. Sigurður fekk aldrei eins mikið fé til þarfa skólans og hann vildi. Brynjólfur gat aldrei fengið nóg tækifæri til að eyða auði kapitalistanna í landinu. Vinir Sigurðar höfðu séð fyrir, að honum kynni að stafa hætta af aldurslögunum. Fengu þeir, skömmu áður en Bryn- jólfur kom í stjórnina, nálega alla þingmenn borgara- flokkanna til að skora á skólameistara að halda áfram starfi sínu, meðan hann væri hestfær og gæti gengið um lóð skólans. Var Sigurði þannig með alþingisdómi lyft 1 eldlegum vagni yfir hverfulleika aldurslaganna. En þegar til kom, stóð Sigurði lítil hætta af Brynjólfi. Hann var greiður í svörum um fjárbænir til skólans, svo að fáir höfðu veitt skólameistara betri svör, og varð auð- urinn þar manna sættir. Báðir vildu ala upp sem flesta stúdenta. Skólameistari trúir á gildi þess náms, en Brynjólfur veit, að því fleiri sem atvinnulausir strand- menn eru á háskólabrautinni, því fleiri undirforingja og áróðursmenn fá leiðtogar ævintýraflokka. Hér var því um takmarkaða samleið að ræða. Þegar Sigurður frétti, að Brynjólfur væri farinn úr stjórnarráðinu og Eysteinn kominn í staðinn, brá hann skjótlega við og flaug til Reykjavíkur. Þurfti hann að fá á fjárlögum stórfé til að gera höll nemenda fokhelda. Tækist það myndi verkinu lokið, hvað sem skólameist- arinn héti. Sigurður Guðmundsson lítur á menntamála- ráðherra eins og stríðsfús herkonungur á landamerkja- kastala nábúaþjóðanna. Skólameistari sezt um þessi vígi og lætur skiptast á stórskotahríð og áhlaup. Þeir, sem þekkja bardagatækni Sigurðar, eins og sá sem þetta ritar, gefast strax upp og ápara á þann hátt stríð, sem lýkur ætíð með algerðum sigri skólameistara. Jón Þor- láksson og Magnús Guðmundsson veittu viðnám í fyrstu. Eysteinn hafði fyrr á árum verði mikill gæzlumaður fimmeyringa, og mun Sigurður hafa búizt við seigri mót- stöðu. En Eysteinn var nú mjög breyttur og setti metnað sinn í að standa hvergi að baki Brynjólfi eða Áka um rausn, eins og eftirminnilegast hefur komið í ljós á flug-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.