Ófeigur - 15.07.1947, Side 65
ÓFEIGUR
65
að næturþeli en hverfur frá, af því að vitni ber að
garði, er búinn að brjóta boðorðið, þó að hræðsla hindri
framkvæmd. Hermann hikar við síðari söluna, eftir að
hann er fyrir sitt leyti, búinn að ákveða sinn þátt í
þessu ótrúlega loddaraspili.
Útgáfa Tímans hafði verið hugsjónamál, þangað til
fjárplógsmenn gerðu hreinan stað að ræningjabæli.
Þúsundir heiðarlegra manna höfðu gefið blaðinu vinnu
og fé. Tveir fátækir bræður í Reykjavík höfðu ánafnað
blaðinu verðhækkun á húseign, sem nam tugum þúsunda.
Einyrki í Mýrarsýslu fór árum saman ókeypis ferð um
allan sinn hrepp til að innheimta andvirði Tímans. Maður
hlaðinn stórfelldum önnum, eins og Sigurður Kristins-
son, lagði árum saman á sig mikið erfiði til að greiða
götu blaðsins. Þeir mörgu menn, sem fóru þannig að,
eyddu fé og tíma fyrir blaðið eingöngu til að vinna
þjóðinni gagn. Hugsjónamennirnir sem stofnuðu Tím-
ann og gerðu hann að áhrifamesta blaði, á íslandi, hefðu
verið jafnfúsir til að tæma eiturbikar, eins og að stinga
í vasa sína tugþúsundum af f járbralls-blóðpeningum í
sambandi við útgáfu blaðsins. Ekki þurfti lengi að bíða
áhrifanna af tilkomu fjárplógsmanna að stjórn blaðs-
ins. Það er hægt að selja sand, möl og ýmsa aðra dauða
hluti. En það var ekki hægt að selja náðarmeðulin og
það hefur aldrei tekist að verzla með hugsjónir. Menn-
irnir sem fluttu hlutabréfabraskið í miðstöðvar Fram-
sóknarflokksins, veittu þangað gaslofti. Síðan hefur
hinn bleiki litur ólæknandi uppdráttarsýki einkennt öll
fyrirtæki gistivinanna. Ef til vill hefir Hermann Jónas-
son ekki vitað, að gróði hans af hlutabréfum þeirra
Sigurðar, og sú sannfæring hans, að hann ætti að halda
áfram stórgróðaverzlun við hugsjónafyrirtæki þess
flokks, sem hafði veitt honum lítt verðskuldaðar vegtyll-
ur, varð banamein samvinnuflokksins. Nú fer enginn
maður, ár eftir ár, ókeypis ferðir um sína sveit fyrir
svo kallaðan samherja, sem vill gera samstarfið að fé-
þúfu. Engum manni mun nú koma til hugar að láta tugi
þúsunda sem gjafaframlag í útgáfu blaðs, sem er gegn-
sýrt af óskum leiðtoga um að geta grætt 200 kr. á
hverju hundraði í sameignarsjóðum fyrirtækisins.
* * *
Það var siður meiri háttar manna í fornöld að hafa
skáld með sér í orustum til að láta þau víðfrægja unn-