Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 31

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 31
ÓFEIGUR 31 að vinna flokksmenn til fylgis við þessa stefnubreyt- ingu. Mörgum manni þótti skynsamlegt að nota stríðs- gróðann í ræktun, fremur en að láta auðmennina leika lausum hala, með auðinn. Að sjálfsögðu þótti sumum eftirsóknarvert að skipta á stofnendum flokksins- og nýjum mönnum, sem gátu, með hjálp kommúnista, flutt hið lengi þráða f jármagn í mýrar og móa landsins. Tím- inn og Dagur fluttu hið mikla fagnaðarerindi út til sveitafólksins. Tíminn líkti bolsevismanum, eins og Rúss- ar kynna stefnuna, við kristindóminn. Gullreykurinn hafði blindað augu margra dugandi manna svo að þeim ofbauð ekki samanburðurinn á Stalin og Kristi. Her- mann varð skáldlegur og hreif eljusama bændur í Ár- nesþingi með því að fullyrða við þá, á fjölmennum fundi, að bolsevikabyltingin gengi frá Moskva eins og „vorúði“ yfir löndin. Þegar á sama fundi fylgdu fyrir- heit um tugi miljóna af „úða“ handa tilheyrendum, þá var von að mörgum bónda þætti skoðanaskipti fýsileg. Þessi trú á bolsevismann, sem töfralyf, kom glögglega fram á Akureyri. Um alllangt árabil hafði þeim bæ verið vel stjórnað af fulltrúum þjóðstjórnarflokkanna. Framfarir voru þar miklar en stilt í hóf um eyðslu. Eftir að Tíminn var kominn undir vorúðaáhrif skrif- aði ég, um eins árs skeið, í Dag um nauðsyn borgara- legrar samvinnu. Fólkið kunni að meta þessa stefnu og blaðinu bættust í hundraðatali kaupendur og lesendur út um allt land. Dagur fékk þá eina tækifæri æfinn- ar til að verða áhrifamikið landsblað og þjóðinni að miklu liði á öriagatíma. Þegar greinar mínar hættu skyndilega að koma í Degi, spurði ég Jakob Frímannsson hverju sætti. Hann taldi skoðanir mínar um borgara- lega samvinnu ekki henta útgefendum blaðsins. Trúin á skyldleika bolsevismans og kristindómsins var kom- in á vorúðaskýjum norður yfir fjöll. Annað dæmi um hversu Tyrkjatrú gistivinanna í höfuðstaðnum sýkti gott fólk út um land var aðstaða Ingimars Eydals. Hann er greindur maður, með mikla lífsreynslu. Meðan vinur hans og samstarfsmaður, Vilhjálmur Þór, var ráðherra, með öll atvinnumálin og utanríkismálin, andvarpaði Ingi- mar og spurði, hvenær vinstri stjórn tæki við. En til þess þurfti Hermann að mynda stjórn með Eysteini, Áka, Brynjólfi og einhverjum Hannibal. Ingimar vildi fórna vini sínum, hinum athafnasama Eyfirðingi, úr 5*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.