Ófeigur - 15.07.1947, Side 60
60
ÓFEIGUR
hólfi væri slátrað í haust og heilbrigt fé flutt í staðinn.
Þessi eini varnarmaður sýkingarinnar var Bjöm á Brún.
Hann varðist, meðan unnt var, og bar við sérhagsmun-
um sínum og sveitunga sinna. Björn hefði vel getað
vitnað til Hermanns vinar og stallbróður á Ströndum.
Hermann hefur horft rólega á að karakúlpestin eyddi
kjördæmi hans og ekki hreyft legg eða lið. Pestarnefnd-
in tók málið í sínar hendur og lætur fram fara fjár-
skipti á Ströndum í haust, af aimannaþörf en ekki fyrir
atbeina þingfulltrúans. Hún fyrirskipar líka fjárskipti
í haust í Reykdælahreppi, þvert ofan í mótmæli Björns
á Brún á sýslufundi. Prammistaða Hermanns og Björns
í f jársýki-málunum er óafsakanleg. Þeir eru báðir nægi-
lega greindir og með nægilega þekkingu til að geta verið
liðtækir í almennum málum. En báðum verður flest að
slysum á þeim vettvangi. Þegar Hermann rauf þjóð-
stjórnina 1942, heimtaði kosningar, kastaði burt fjórða
hverjum þingmanni Framsóknarflokksins og gaf komm-
únistum úrslitaáhrif á meðferð stríðsgróðans, á þann
hátt að bændur og samvinnufélögin yrðu sem mest af-
skipt, þá sást hans félagsmálaþroski. I vetur lagði Her-
mann fé úr flokkssjóði til að kosta umboðslausa Þing-
eyinga á svo kallað flokksþings Framsóknar, eingöngu
í því skyni að gera Björn á Brún að miðstjórnarmanni
héraðsins, og bola þaðan burtu áhrifamesta forgöngu-
manni í félagsmálum Þingeyinga, Karli Kristjánssyni.
Nú fylgdi Björn í mesta máli bændastéttarinnar í fót-
spor meistarans. Ef Björn hefði ekki verið gerður óvirk-
ur í pestarmálinu, myndi hafa verið kæfður síðasti
vonarneisti bændastéttarinnar um að unt yrði að bjarga
íslenzkum landbúnaði frá hruni. Þegar sæmilega greind-
ir menn vinna þjóðhættuleg skaðsemdarverk eins og Her-
mann 1942 og Bjöm 1947 þá stafar ólánið af sérhyggju
þessara manna. Þeir festa augun svo mjög á einhverjum
ímynduðum hagsmunum sínum eða sinna nánustu og
skaða heildina, án þess að hafa Ijósa hugmynd um, hvað
þeir eru að gera.
* #
Einn greindur og reyndur maður norðanlands, mun
taka sér nærri syndafall Bjöms á Brún í mesta máli
bænda. Það er Einar á Eyrarlandi. Einar hefir á síðari
ámm hallast að þeirri skoðun að bændum og samvinnu-
mönnum muni helzt bjargráð að vinsamlegu sambýli við