Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 13

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 13
ÖFEIGUR 13 mundi ekki lánast, í aðsteðjandi fátækt og gegn þögul- um andblæstri gamalla nemenda. En málinu var ekki sinnt, og tækifærið gekk úr greipum rektors. Mun nú svo komið, að ekki þýðir annað en að taka mál skólans upp að nýju á þjóðlegum grundvelli. Skólinn hefur verið vanræktur, en úr því má bæta. Alþingi þarf að leggja fram fé til að kaupa hús og lóðir að Þingholtsstræti. Á þessu landi þarf að reisa íbúðir fyrir rektor og fleiri kennara, íþróttahús, vinnustofur, lesstofur og heima- vistir fyrir aðkomunemendur. En hitt má aldrei við- gangast, að sögufrægasta hús í bænum verði rifið af léttúð einhvers ráðherra eða þjónustu við óvini lands og þjóðar. Færi illa á því að eyðileggja myndarlegasta skólahús í bænum, þar sem um langa stund má hafa bóklega kennslu fyrir 300 nemendur. XII. Rektorar menntaskólanna eru þjóðkunnir og þjóð- nýtir menn, en mjög ólíkir um skapgerð og starfshætti. Öll skólamennska Sigurðar er einstefnuakstur. „Ung var ég Njáli gefin“, sagði Bergþóra. Sigurður hefur snemma tekið að sér skólann á Akureyri og vígt hon- nm alla orku sína. Skólinn er honum allt. I landsmálum er Sigurður á móti kommúnistum, en styður borgara- flokkana til skiptis, eftir viðhorfi þeirra til .skólans í hvert sinn. Hann er með öllu, sem hann telur, að auki veg skólans og héraðsins. Ef Itali sá, sem flutti Móna Lísu úr safninu í París, hefði hengt málverkið upp í kórnum í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, mundi Sigurði hafa þótt leitt, ef svo ágætur gripur hefði flutzt aftur úr nálægð skólans. Með þessum einhug hefur Sigurður skólameistari grundvallað skóla með sterkum menn- ingar- og erfðavenjum. Pálmi Hannesson tilheyrir ann- ari kynslóð. Hann á í stríði við margháttaðar gáfur og sundurleitar stefnur. Hann er mikill sveitamaður, hesta- maður, ferðamaður, vísindamaður, ræðumaður, rithöf- undur og kann vel að vera með þeim mönnum, sem eru tignir í eðli og framkomu. En hann kynntist „vorúðan- um“ rússneska á námsárum sínum í Danmörku og hefir ör eftir í sál sinni frá þeirn tíma líkt og maður, sem hefur yfirunnið berklasýki í bernsku, en ber þó þess merki í heilsufari alla æfi. Pálmi er með vissum hætti hættulega ríkur erfingi, sem er í erfiðleikum að ávaxta s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.