Ófeigur - 15.07.1947, Síða 70
70
ÓFEIGUR
líf ráðherrans var í veði nú nýverið, í sambandi við úr-
slit tiltekins þingmáls, gengið fram fyrir skjöldu og
veitt ráðherranum þann ýtrasta pólitíska stuðning, sem
hann mátti veita. Mun þess vegna ekki til að dreifa
persónulegum kuldatilfinningum frá hálfu menntamála-
ráðherra, heldur hinu, að hann hefur búið til lög, sem
ekki er hægt að framkvæma. Má telja það táknrænt
fyrir gildi hinnar nýju skólaskipunar, að menntamála-
stjórnin varð hennar vegna að bera yfirmann elzta og
kunnasta skóla í landinu út úr sínu starfshúsi og vísa
honum á að telja sig til heimilis í annarri sýslu. Tillaga
þessi er borin fram í því skyni, að Alþingi kref jist þess,
að tafarlaust verði ráðið fram úr þessu máli á sómasam-
legan hátt.
Aths. Brynjólfur ráðherra tók rektorsíbúðina af Pálma
Hannessjmi og flæmdi hann austur í Ölfus. Ók rektor nálega
100 km. daglega til og frá skóla framan af vetri. „Vorúða-
fólkið“ og „gistivinirnir" sýndu rektor vítavert skeytingarleysi.
Ég flutti þá þessa tillögu. Þingið glímdi í viku við málið. Þá
tókst Pétri Magnússyni að útvega sæmilega íbúð, en frammistaða
kennslumálaráðherra og forltólfa Framsóknar sýndi mátt þeirra,
þegar reynir á um fyrirhyggju og manndóm.
2.
Lóðakaup vegna Menntaskólans.
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa
löggjöf um eignarnám á lóðum og húsum á landspildu
þeirri, sem er austanvert við Menntaskólann í Reykja-
vík, milli Amtmannsstígs, Bókhlöðustígs og Þingholts-
strætis. Skal land þetta og húseignir síðan lagt til af-
nota fyrir nemendur og kennara menntaskólans.
Greinargerð: Þegar löggjöf sú um skólamál, sem
síðasta Alþingi samþykkti, er komin til framkvæmda,
verður Menntaskólinn í Reykjavík a. m. k. að taka á
móti' 1000 nemendum. Er því sýnilegt, að þar muni
þurfa að auka stórmikið við húsakynni. I tilefni af því
hefur fyrrverandi kenslumálaráðherra lagt til, að keypt
yrði vegna skólans allmikið land milli Laugarness og
Kleppsspítala, og mun hafa verið áformað að reisa þar
hús fyrir ca. 15 milljónir króna. Mundi það hafa verið
álitleg byrjun, einkum með því að nota líka gamla skóla-
húsið fyrst um sinn. En þegar til kom, verður Reykja-