Ófeigur - 15.07.1947, Síða 8
8
ÓFEIGUR
vildu starfa í hans anda. Keyptu þeir hálft Laxnes og
byggðu þar fyrirmyndarfjós fyrir 50 kýr. Átti að fram-
leiða barnamjólk og jafnvel blanda hana með fjörefn-
um. Mjólkin átti að bera af allri samskonar vöru, enda
seld dýrt. Rómuðu dagblöð höfuðstaðarins þessa fram-
kvæmd. Þótti líta vel út, að nú mundu rætast skálda-
draumar Kiljans um verksmiðjumjólk, þar sem sveita-
menn kæmu ekki nærri. Hins vegar varð f járhagur bús-
ins brátt erfiður. Skuldheimtumenn gerðust nærgöngul-
ir og auglýstu kröfur sínar í Lögbirtingi. Góð ráð voru
nú dýr. Hlutafélagsfjósið var strandað, en næst lá að
reyna bæjarrekstur, enda var það aðaltillaga Laxness.
Skyldi nú bjóða blaðamönnum úr Reykjavík, svo að þeir
gætu túlkað málið fyrir bæjarbúum. Starfsliðið í Lax-
nesi var nú búið í hvíta hjúpa, iíkt og læknar og hjúkr-
unarkonur nota í góðum sjúkrahúsum. Kýrnar voru
þvegnar og burstaðar, svo að þær gljáðu, eins og vel
hirtur tilhaldsbíll. Blaðamennirnir komu fullir eftirvænt-
ingar á þann stað, þar sem Laxnes hafði fengið skáld-
þroska sinn og þar sem reist hafði verið hið gullna hlið
þjóðnýtingar hvítrar vöru. Horfðu þeir með andagt á
allt, sem þeim var sýnt, enda rituðu þeir síðan með mik-
illi hrifningu um fyrirtækið. Sérstaklega vakti það undr-
un þeirra, að svo virtist, sem kýrnar hefðu mannsvit og
gætu brynnt sér sjálfar, líkt og þegar útfarinn róni í
Hafnarstræti opnar 70 kr. svartadauðaflösku úr áfengis-
verzluninni og slekkur þorstann. Nokkrar skörulegar
Morgunblaðskonur lásu með hrifningu ummæli blaða-
mannanna. Höfðu þær lengi haft illan bifur á samsölu-
mjólkinni og þótti nú hilla undir nýjan dag í þeim mál-
um. Var vitað í bænum, að læknarnir höfðu boðið borg-
arstjóra allt búið til kaups og útlit var fyrir, að bæði
Sjálfstæðismenn og kommúnistar í bæjarstjórn myndu
staðráðnir í að taka boðinu. Þegarfréttisttilkomufrúnna
að Laxnesi, sló ótta á fólk staðarins. Kýrnar höfðu ekki
verið þvegnar og ekki burstaðar. Starfsliðið var í venju-
legum klæðum verkamanna, sem vinna líkamleg störf.
Forstöðumaðurinn gaf þá út skipun um, að allt fólkið
skyldi fara í blaðamannasloppana. Þeir höfðu nú fyrir
rás viðburðanna fengið margháttaða bletti og flekki, en
öðru var ekki til að dreifa. Mjög þótti frúnum öðruvísi
um að litast, heldur en þær höfðu búizt við. Var allur
viðurgerningur, húsbúnaður og umgengni líkast og í