Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 42

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 42
42 ÓFEIGUR eyðslu eða skuldbindinga erlendis. í hinu forna þjóðveldi voru engir skattar en þó hámenning mest í álfunni um langt skeið. Þjóðfélagið er nú að sökkva undan gjöldum, sem eru miklu hærri heldur en verður undir risið nema stutta stund. Vandinn er nota allar tegundir af lands- gæðum, leggja byggt land hvergi í eyði, hafa skatta aldrei þyngri á hvern mann heldur en tíðkast með jafna aðstöðu og eign hjá Skandinövum og Engilsöxum. Til að ná því marki mun þurfa að gera starfsmannakerfi ríkis og bæja a. m. k. helmingi einfaldara en það er nú. Sú breyting er vandaverk en óhjákvæmileg. Auður hafs- ins við strendur landsins er nú í sömu hættu eins og skógar landsins voru á landnámsöld. Höfðu fornmenn þá margar afsakanir fyrir þeirri eyðingu en nútíma- kynslóðin enga. Gáleysið er í þeim efnum á svo háu stigi, að í tillögum ríkisskipaðra nefnda er talað um þurkun fiskimiðanna á næstu fimm árum. Manndóms- verk má það kallast að koma á fót lögreglu bæði á sjó og landi, til að tryggja ungfiskinn við landið og stjórnarvöldum og almenningi frið fyrir árásum skríl- hópa undir forustu siðspilltra manna. Þá er áfengis- sýkin og f járpestirnar átumein í þjóðfélaginu sem sjálf- sagt er að lækna og þarf til þess nokkuð af manndómi og menningu, hæfilegt átak fyrir æskumenn í byggð og bæ. Uppeldismál landsins eru í því ólagi sem mest má verða. Kostnaður er gífurlegur en árangur öfugur við það, sem til var ætlast, þar sem börnum og ung- mennum er ofboðið svo mjög með ítroðningi á mjög leiðinlegu og sálardrepandi efni, að mikill hluti þeirra sem verða fyrir þessari ómaklegu aðferð vilja helst ekki sjá sæmilegar bækur eftir að þeir sleppa úr skól- unum. Er hér þörf stórkostlegra breytinga, ef þjóðin á ekki að forheimskast svo að hún verði óhæf til sjálf- stjórnar. Bíður hér ærið verkefni, ef dugur er nægur í landsfólkinu. Undarlegt hirðuleysi er með þjóðinni um sögulegar minningar. Þingvöllum og Reykholti var með naumind- um bjargað frá ræfildómi. Fyrir Skálholt, sem var í aldir andans höfuðból, hefur ekki verið meira gert síðan þjóð- in fékk f járráð heldur en ef þar hefði verið sakamanna- nýlenda í 700 ár. Leiði hinna frægustu manna eru látin týnast eða eru sorglega vanhirt. f heila öld létu ættingjar Jónasar Hallgrímssonar og íslenzkir lærdóms-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.