Ófeigur - 15.07.1947, Síða 58
58
ÓFEIGUR
við verksmiðjuna svo að hún yrði hæf til iðju, þegar
veiði byrjaði. Má segja að kommúnistar á Akureyri hafi
annars vegar lokkað borgarana út í bæjarrekstur og
jafnframt gert allt til, að sem mest tap yrði á rekstrin-
um. Þriðja vinsemdin við kommúnista er það að Fram-
sókn og Sjálfstæðismenn á Akureyri eru að byrja á
togararekstri, þar sem bærinn er flæktur í framkvæmd-
ir. Reynslan mun sýna borgurum Akureyrar, hvað þeir
græða mikið á flatsængurverunni hjá kommúnistum.
# # #
Nú komast nálega engir námsmenn úr landi. Þjóðina
vantar markaði og gjaldeyri. Unga fólkið, sem situr
nú heima, af þessum ástæðum, ætti að fara í skrúðgöngu
til prófessoranna, dósentanna og ,,allrasystranna“ úr
portinu og þakka fyrir þeirra framsýnu fyrirgreiðslu.
Kommúnistar segja, að hér sé herstöð, með þeim kost-
um og göllum, sem því fylgja. En portfólkið átti sinn
þátt í, að þjóðin bar ekki gæfu til að tryggja sér örugg-
an markað á réttu augnabliki. f haust eru syndagjöldin
að byrja en ekki að enda.
# # #
Sumarþingið 1946 fékk tvo lærdómsmenn til að gefa
ráð um, hvort þjóðabandalagið mundi veita fslandi full-
komið öryggi, ef koma skyldi til heimsstyrjaldar. Einar
Arnórsson og Gunnar Thoroddsen gáfu ráðin og fýstu
mjög inngöngu. Skýrslan var að allri gerð eins og fljót-
hugsað og fljótskrifað sendibréf. Að loknu verki sendi
Einar reikning, 7200 kr. Litiu síðar sendi Gunnar sams-
konar reikning. Einar mun hafa um 50 þús. kr. í eftir-
laun svo að afkomunnar vegna hefði hann ekki átt að
þurfa að selja þessa vinnu. Fórst Bjarna Benedikts-
syni betur, er hann gaf landinu sína lögfræðivinnu við
skilnað íslands og Danmerkur. Menn selja lítil verk, en
gefa oft það sem er stórt.
■M. Jg. Æ.
. -/? •TÍ •75’
Ólíka aðbúð fengu Suðurþingeyingar í fjárskiptamál-
um sínum 1945 og bændur milli Héraðsvatna og Blöndu
1947. Undir þinglok það ár vildu Þingeyingar vestan
Skjálfandafljóts fjárskipti. En til framkvæmda þurfti
velvild þings og stjórnar og mikla f járveitingu. Ég valdi
þrjá fulltrúa til að koma í skyndi suður, einn óháðan
bónda og tvo gistivini. Áttu hinir síðarnefndu að tala
við sína sálufélaga. Skipti mjög í tvö horn um áhugann.